Þú segir að sá sem svarar svona “gæti verið að segja að það sé hálf-augljóst að þetta sé spurning með því að benda á að EF þetta væri spurning þá væri þetta sem hann sé að skrifa svar”. Hann gæti að sjálfsögðu
ekki verið að því ef þú átt við með þessu að hann hafi eitthvað á borð við eftirfarandi í huga:
1. Ef þetta er spurning, þá er þetta svar.
2. Þetta er (augljóslega) svar.
3. Þess vegna er þetta (augljóslega) spurning.
Hann getur ekki bent á að það sé augljóst að þetta sé spurning af því að þetta sé augljóslega svar með því að hafa svona rök í huga, því þetta er rökvilla (sem heitir
játun bakliðar).
Ég veit ekki, kannski var þetta bara klaufalega og þú ætlaðir kannski ekki að gefa þetta í skyn.
Alla vega, þá held ég að enginn fái rétt eða fullt hús stiga á prófi fyrir það eitt að gefa eitthvað óljóst í skyn. Og að því leyti er samanburðurinn við sagnfræðina fullkomlega eðlilegur, því að í sagnfræðiprófi fengirðu ekki fullt hús stiga fyrir að eitt að gefa í skyn hvert svarið er. Í heimspeki fengirðu það enn síður því þjálfunin þar gengur einmitt út á kenna nemendum að hugsa skýrt.
Að sjálfsögðu er hægt að svara með öðru en já eða nei: til að svara vel þyfti örlitla greiningu á því hvað spurning er, hvaða tilgangi hún þjónar o.s.frv. (ef til vill með smá umræðu um sjálfstilvísanir).