Ég held að það stafi af þeirri þörf mannsins að hafa stjórn á umhverfi sínu. Ef við hugsum um hlutina öðlumst við líklega skilning á þeim, og ef þú skilur eitthvað ertu skrefinu nær að ná valdi yfir því.
Sumar hugsanir reyna líka að staðfesta öryggi okkar og sjálfsálit, eins og “Hver er tilgangur lífins.” Við viljum vita að við skiptum einhverju máli, ekki að við séum bara tilviljun í endalausum alheimi. Spurningin hvort það sé líf eftir dauðann er leit að framlengingu á okkar eigin lífi, því flest viljum við ekki að þegar við deyjum, þá sé bara allt búið. Þessar flóknu hugsanir eru leit að svörum sem láta okkur skilja alheiminn betur, og þar af leiðandi ná stjórn á honum.
Mín skoðun allavegana.
Veni, Vidi, Veni