Mig langar til þess að spyrja þá sem eru fróðari en ég um heimspekisögu, að svolitlu sem ég hef verið að spá í. Ég las nefnilega einhverstaðar (ekki viss hvar, gæti verið að það hafi verið í Af jarðlegum skilningi) að John Stuart Mill hafi skrifað miklu mun minna af því sem hann er skráður fyrir en ég taldi. Er eitthvað til í því að Harriet Taylor, kona hans, hafi skrifað þrjá fjórðu hluta Frelsisins og allt að alla Kúgun kvenna (mig minnir að þetta hafi verið skrifað)? Það væri gaman að fá að vita hvort það sé fótur undir fótarfæti fyrir þessu. Þetta hlýtur að skipta einhverju máli!

Ég meina, auðvitað hefur þetta áhrif á umfjöllun, varpaði Róbert Haraldsson ekki fram spurningunni: Hversvegna skrifaði Mill Frelsið? og skrifaði langa ritgerð um það (sem ég hef reyndar ekki lesið og veit ekki hvort þetta komi fram þar). Nú væri gott að komast að hinu sanna í þessu máli… einhver?<br><br><hr>
<center><p><a href="http://www.simnet.is/unnst“>Ha?</a></p><center>
<div align=”left"><p>Sorry if I don't like to write the
way you like
to read.</p></div