Að detta er notað um hluti sem falla vegna þess að þyngdarkraftur verkar á þá
Ertu að meina þá að detta er þegar þyngdarkraftur verkar á þá, því ég skil “detta” og “falla” sem í rauninni sama hlut og er þá skilgreiningin þín “Detta er þegar hlutir detta”. :S
Detta eða falla er mjög loðin og þröng skilgreining.
Varðandi skilgreininguna að “detta” í sólina finnst mér það ennþá frekar óljósara.
Sólin togar í okkur með sama krafti og miðsóknarkraftinum, það leiðir til þess að við höldum áfram í hringhreyfingu og nálgast jörðin sólina að meðaltali ekki neitt(auðvita er sporbaugurinn ekki hringur svo lengdin er breytileg).
Með smá pælingum finnst mér orðalagið að “fall” væri þegar hlutur nálgast jörðina með einhverri hröðun, þeas kraftur þyngdaraflsins yfirvinnur kraftinn á móti. Dæmi er bolli sem stendur á borði þar sem borðið ýtir með sama krafti á bollanum og þyngdaraflið togar í bollann.
Þess vegna myndi ég alls ekki segja að jörðin væri að detta í jörðina, ekki fyrr en þyngdaraflið myndi yfirbuga miðsóknarkraftinn.