Hmm. Áttu við að það sé heimspeki að velta fyrir sér tilvist annarra heima? Jú, það er alveg rétt hjá þér, heimspeki snýst meðal annars um þetta. Ég var samt fyrst og fremst að leiðrétta smá misskilning, þ.e. andefni er raunverulegt en afar sjaldgæft í heiminum okkar.
Heimspekingar hafa í frá upphafi gert sér í hugarlund alls konar ímyndaða heima í þeim tilgangi að skilja þennan heim betur. Það er til fræðigrein sem nefnist heimsfræði (e. cosmology) og fjallar um það hvernig þessi heimur varð til, hvernig hann þróaðist og af hverju hann er eins og hann er. Það er stutt síðan að þessi fræðigrein byrjaði að byggja á vísindalegum rannsóknum (þetta voru eiginlega bara heimspekilegar og stærðfræðilegar vangaveltur í upphafi), þar til nýlega hugsuðu menn sér bara alls kyns tilbúna heima (eins og þú ert að gera) og athuguðu hvernig slíkur heimur gæti orðið til og hvernig hann væri í dag. Þá réði sérviska hvers spekings bara ferðinni, til dæmis hélt Einstein að alheimurinn væri stöðugur (að hann þendist ekki út) vegna þess að hún fannst það eðlilegast. Eftir því sem menn söfnuðu meira af upplýsingum um heiminn varð þeim smátt og smátt ljóst að sumar hugmyndir þeirra fást ekki staðist miðað við það sem við sjáum og þannig varð smátt og smátt ein (í nokkrum útgáfum reyndar) hugmynd ofan á sem lýsir heiminum okkar í dag.
Þínar vangaveltur eru af sama tagi, við getum ekki með nokkru mót (í dag allavega) gert neinar rannsóknir á alheimum utan þessa vegna þess okkur berast engar upplýsingar frá honum. Það getur samt verið áhugavert og gagnlegt fyrir skilning á okkar alheim að hugsa sér hvernig annar alheimur sem væri aðeins öðruvísi myndi líta út.
Heimur sem væri að öllu leiti nákvæmlega eins og okkar fyrir utan það að hann væri úr andefni en ekki efni væri mjög líkur okkur. En það er spurning hvað væri öðruvísi, getur þú látið þér detta það í hug? Eini munurinn á andefni og efni er sá að hleðslur agnanna sem mynda atómið eru öfugar. Venjulegt efni er samsett úr rafeindum sem eru neikvætt hlaðnar (mínus hleðsla) og kjarna sem er jákvætt hlaðinn (plús hleðsla). Andefni er akkúrat öfugt, þá er rafeindin jákvætt hlaðinn og kallast jáeind en kjarninn er neikvætt hlaðinn. Það er spurning hverju þetta breytir. ;)
Bætt við 4. júní 2008 - 14:30
Smá villa: Einstein var auðvitað karlmaður, þetta átti að vera honum ekki hún.