Það er dálítið flókið að
útskýra þetta mikið betur. Þú þarft raunar að skilja svokallaða skammtafræði, getur prufað að spyrja pabba þinn út í óvissulögmál Heisenberg. Þetta er hins vegar kannski svo flókið að þú ættir að byrja á einfaldari eðlisfræði fyrst, þú öðlast engan almennilegan skilning á þessu fyrr en þú skilur klassíska eðlisfræði.
En það er alveg rétt hjá þér að maðkar verða ekki til úr engu. Menn héldu áður fyrr að maðkar og myglusveppir í mat yrðu til sjálfkrafa (kallað sjálfkviknun lífs). Þetta var áður en menn fundu upp smásjána og uppgötvuðu örverur. Við erum hins vegar að tala um afar litla hlut, milljarð sinnum minni en örverur, sem verða tímabundið til og hverfa svo aftur í sífellu.
Þetta hefur að gera með líkindareikning sem þú hefur væntanlega ekki lært og lærir ekki fyrr en seint í framhaldsskóla eða jafnvel í háskóla.
http://upload.wikimedia.org/math/c/3/1/c3102c6bbf82135f2ef0fe406406b3c9.pngÞað er raunar þetta sem ég er að tala um. Þetta er ein túlkun á þessu óvissulögmáli og það má lesa ýmislegt út úr þessari jöfnu. Almennt séð segjum við að orka varðveitist. Segjum að ég sé með fullkomlega einangraðan kassa og inn í honum er 100 gráðu heitt vatn. Þetta vatn á aldrei eftir að kólna eða hitna einfaldlega vegna þess að
enginn orka kemst inn í hann eða út úr honum. Við tölum um orkuvarðveislu og þetta er raunar eitt af lögmálum varmafræðinnar. Við getum hugsað okkur alheiminn sem einn stóran kassa sem ekkert kemst úr eða í. Í þessum skilningi ætti ekki að verða til nein orka (eða efni, sem er í raun sami hluturinn samanber E=mc^2 fræga jafna Einstein) og enginn orka ætti að hverfa. Hins vegar er mögulegt að orka verði til í afar stuttan tíma (svo stuttan að þú getur ekki gert þér það í hugarlund) og svo horfið aftur. Þetta brýtur ekki í bága við lögmálið um varðveislu orku en kemur í veg fyrir að við getum talað um raunverulegt tómarúm því þetta er alltaf að gerast alls staðar
í tómarúmi. Taktu eftir að síðasta setningin hljómar dálítið einkennilega, en þetta er einfaldasta útskýringin sem ég get látið mér detta í hug í augnablikinu.
Bætt við 2. júní 2008 - 00:19 Já, þetta furðulega há þarna í jöfnunni er bara tala. E stendur fyrir orku og t fyrir tíma. Þríhyrningurinn er gríski stafurinn delta og táknar breytingu, en ég held það sé enginn tilgangur í að útskýra þessa jöfnu nánar.