Ef hann segir “Ég verð hengdur” og er að segja satt, þá verður hann skotinn, því ef hann segir satt verður hann skotinn. En ef hann er að segja ósatt um að hann verði hengdur, þá verður hann samt hengdur af því að hann er að ljúga en þar með rætist samt það sem hann sagði svo að hann verður þá skotinn eftir allt. (…og þar með er það aftur orðið ósatt að hann verði hengdur og því verður hann samt hengdur o.s.frv. endalaust)
Þetta er nákvæmlega sama niðurstaða eins og ef hann segði “Ég lýg”. Ef hann segir “Ég lýg” og er að segja satt, þá þá er satt að hann sé að ljúga og þá er hann að ljúga; en ef hann er að ljúga, þá lýgur hann því að hann sé að ljúga og er því að segja satt. Niðurstaðan í þessu tilviki verður sú að er ekki hægt að ákveða hvort það ber að hengja hann eða skjóta hann af því að hann segir satt ef og aðeins ef hann segir ósatt og því verður hann hegdur ef hann verður skotinn og skotinn ef hann verður hengdur.
Sama niðurstaða fæst með öllum setningum sem leiða til mótsagnar (t.d. “Það er til rakari sem rakar alla mennina í þorpinu sínu sem raka sig ekki sjálfir”).
…nema þá að það megi bæði hengja hann og skjóta hann svo líka danglandi í snörunni.
___________________________________