Veistu, ég skal bara gjöra svo vel og hætta því þegar ég sé stakt trúarbragð sem sker sig úr fjöldanum.
[...]og átta þig á því að í raun eru vísindi eins konar trúarbrögð.
Nei… Vísindi snúast út á það að færa sönnur fyrir fullyrðingum. Það reynir trú ekki svo vísindi eiga lítið sem ekkert skylt með trú.
Og veistu af hverju? Af því í eðli sínu eru þessar greinar algjörar andstæður.
Í vísindum þurfa menn ekki að trúa neinu og fólk er hvatt til að efast um allt.
Í trú þarf fólk að trúa og er hvatt til að efast ekki.
Hvað gerist ef 1 hættir að vera 1 og 0 hættir að vera 0 ?
Hvað gerist ef þyngdaraflið yrði allt í einu fráhrindikraftur en ekki aðdráttarkraftur.
einn og núll eru mannleg hugtök. Verkfæri sem við sköpuðum til að túlka heiminn og takast á við hann. Þetta eru ekki hlutir sem voru sendir niður af himnum.
Þú ert alltaf að tala um úrelt trúarbrögð.
Nei, ég á ekki í neinum vandræðum með að tala um miðla, hómópata og vitræna hönnun.
Kannski tala ég bara um úrelt trúarbrögð af því það er ekki til nein önnur gert…
Á sama hátt og ég gæti verið að rakka niður stærðfræði og sagt að hún væri svo asnaleg því það væri ekki búið að finna upp núllið.
Núllið var ekki fundið upp. Það var skilgreint.
Stærðfræði er ekki fundin upp. Hún eru ákveðin ferli og kerfi… reglur… sem eru algildar fyrir þau kerfi sem þau eru skilgreind.
Stærðfræði þarf alls ekki að vera raunveruleg. Stærðfræði er hugvísindi, táknmál, sem er síðan tekið úr sínum fullkomna og gallalausa, fyrirsjáanlega umhverfi og menn reyna að fella hana saman við óútreiknanlega heim raunvísindanna og reyna að finna reglu þarna á milli.
Eru prestar og trúaðir ekki að setja sig í búning lærðra manna?
Segðu mér þá, hvaða þjónustu trúaðir eða prestar geta veitt sem sálfræðingur getur ekki hvað varðar andlega aðstoð og stangast ekki á við vísindin.
Ef þú ert svo viss um að þeir sjái ekki um sömu störf, segðu mér þá endilega eitthvað þar sem þeir eru framar en aðilar sálfræðinnar.
Þess má geta að þinn heittelskaði Jesús (sem elskar þig) býður fram fría þjónustu, á þeim tíma sem þér hentar.
Hann svaraði mér aldrei. Meira að segja á þeim tíma sem ég virkilega trúði svo ekki reyna að tala hans máli. Ef hann virkilega elskar mig og vill hjálpa, þá ætti hann að geta sagt mér það sjálfur, hann þarf ekki að fá þig til þess.
Þvert á við sálfræðinga eða geðlækna. Sem er jú, mjög gagnslaust fyrir hinn almenna borgara.
Enda eiga almennir borgarar oftast ekki í sálrænum eða geðrænum vanda (sem trúaðir kalla oftast illa anda. Er virkilega hollt að senda veikt fólk til slíkra manna?).
Sama hvaða dýrlinga ímynd þú hefur af trú þá er staðreyndin sú að trú verður til þess að tugþúsundir manna um allan heim sem þurfa almennilega aðstoð láta peningaplokka sig af mönnum trúar sem segjast geta gert það sem lærðir læknar gera.
Trú hefur aldrei nokkur tímann sýnt fram á skilvirkni á því sviði og mjög oft sýnt hvað hún gerir ekkert gagn, eða hreinlega sjúklingurinn versnar.
Þú myndir líklega biðja mig um sönnun fyrir því, sem er vísindalegt hugtak og á í raun ekki heima í trúlegum umræðum. En hugskilaboð eru prósess sem væri ekki hægt að sanna, allavega ekki með þeim ófullkomnu vísindum sem við búum yfir í dag.
Rangt. Sanna er ekki vísindalegt hugtak og aldrei hefur neitt í nafni vísinda verið sannað. Ef vísindi myndu sanna eitthvað þá væru vísindi orðin trúarbrögð, þ.e. lofa ákveðinni fullvissu án nægjanlegra sönnunargagna.
En hugskilaboð er alveg hægt að rannsaka og sýna fram á… færa fram sönnunargögn… ef þetta væri þá í alvörunni hægt.
En það er ekki hægt… þannig… jú þú hefur rétt fyrir þér, það er mjög erfitt að sanna eitthvað sem er ekki hægt.
Þú sagðir að vísindaleg hugtök eigi ekki við í trúarumræðum…
Segir hver? Af hverju má ekki nota þau? Af hverju hefur trú rétt á því að flýja ofan í holu og loka eyrunum þegar hún lendir í vanda?
Þegar trú vogar sér að koma með vísindalegar fullyrðingar verður hún að takast á við þær á vísindalegan hátt.
Og nei, trú hætti ekki að fíflast í vísindum fyrir 1500 árum, enn þann dag í dag á Íslandi er fólk sem trúir á Nóaflóðið, Eden, Adam og Evu og hvað annað sem er ógeðslegt í biblíunni… hommasyndina