Allar ákvarðannir allra dýri stýrast af að halda sér á lífi. Og til að halda sér á lífi er meðal annars makaleit og fá sem mest úr sem minnsta erfiði i hávegi haft.
Ástæðan að þú valdir þessar buxur er vegna þess að þér þótti þessar buxur minnst líklegar til að vekja neikvætt viðhorf, og neikvætt viðhorf veldur útskúfun úr hóp, sem í náttúrunni þýðir að vera einn, sem merkir opinn dauði.
Óháð því hvort þessar buxur eru flottar eða ekki, ef þú ert í nördavinahóp sem ganga í kjánalegum Star Trek buxum væriru ekki útskúfaður, en með hnökkum og einhverjum “töffurum”, þá væri hlegið af þér. En ástæðan að þú þorir ekki að ganga í buxum sem veitir þér mestu athygli frá hinu kyninu(ég er aðeins að gefa mér þetta dæmi til kynna, ath þetta er bara dæmi) er að þú ert hræddur um að fá neikvætt viðhorf frá Star Trek nördunnum, þessi hræðsla er innbyggð og þú hefur enga stjórn á henni, þar af leiðandi yrði þér ítt úr hópnum og í náttúrunni þýðir það opinn dauði (ath menn eru hópdýr og vejast saman gegn rándýrum og veiða í hóp).
Við erum bara labbandi vélmenni sem er stýrt af grunnþörfum og genum. Okkar ákvarðannir eru svo lítið frjálsar.