Ég væri til í að trúa á guð af öllu mínu hjarta. Ég er viss um að ef ég hefði raunverulega, sanna trú á að ég myndi lifa eftir dauðann þá yrði tilvist mín öllu bærilegri, að vandamálin, raunirnar sem ég þarf að berjast við á hverjum degi yrðu ef til vill þolanlegri.
En ég get það ekki. Og ég tel ég að það sé einfaldlega ekki raunhæft fyrir nokkurn mann að geta það. Ég er ekki að staðhæfa að ég sjái inn í huga trúaðs fólks, en ég tel að jafnvel hinir heittrúuðustu geti einfaldlega ekki hunsa allt þetta upplýsingaflæði sem streymir í átt til okkar, öll sönnunargögnin sem tala máli sínum gegn túarbrögðum. Það er í eðli okkar að efast, og ég tel að einstaklega fáir geti raunverulega, sannarlega trúað á guð án nokkurs vafa.
Og afhverju þá ekki að bara loka þessari hurð fyrir fullt og allt, að sætta sig við sannleikann fyrir fullt og allt, afhverju ættum við að haga lífi okkar eftir ‘kannski’ ?
Ég veit að þegar ég dey þá verður allt búið, og ég veit að það er ekki neitt sem getur nokkurn tímann breytt þeirri staðreynd, og þetta er allt annað en notaleg tilfinning, en ég veit líka að ég er betri manneskja fyrir vitið. Þegar við köstum af okkur hlekkjunum, viðmiðunum og gildunum sem trúarbrögð setja á okkur erum við frjálsari fyrir vikið, frjálsari til að lifa okkar lífi eftir okkar eigin sannfæringu, hvort sem við kjósum að nýta þetta frelsi til góðs eða ills. Og ég tel að allir eigi skilið þetta sama frelsi.
“Ég veit að þegar ég dey þá verður allt búið, og ég veit að það er ekki neitt sem getur nokkurn tímann breytt þeirri staðreynd, og þetta er allt annað en notaleg tilfinning, en ég veit líka að ég er betri manneskja fyrir vitið.”
Lol, só? Lífið er bara gert til að vera takmarkað, þú átt ekkert að hafa áhuga á því að gera hluti að eilífu. Endurtaka eitthvað shit.
“Ég er viss um að ef ég hefði raunverulega, sanna trú á að ég myndi lifa eftir dauðann þá yrði tilvist mín öllu bærilegri, að vandamálin, raunirnar sem ég þarf að berjast við á hverjum degi yrðu ef til vill þolanlegri.”
Raunirnar sem þú þarft að berjast við? Hvað er svona erfitt í lífi þínu?
Ekki neitt?
0
Tók svona til orða, meh, var ekki að halda því fram að líf mitt sé eitthvað sérstaklega erfitt. Var bara að benda á að fólk leitar oft eftir trú til að geta horfist í augu við vandamál sín og svona, efast bara um að það hafi einhver raunveruleg áhrif.
0
Hvað eru “raunveruleg áhrif”?
Áhrif á skynjun fólks sem trúir og tilfinningar þeirra eru “raunveruleg”, þó þetta hafi ekki mikil áhrif á raunveruleikann sjálfan.
0
Held bara að það sé alltaf einhver efi. Ég meina, ég efast um að mikið af trúuðu fólki líti á biblíuna og segi við sjálfan sig “Já þetta var og er nákvæmlega eins og það stendur þarna og ég verð að gera x og y til að komast til himnaríkis.”
Finnst líklegara að það reyni að finna einhvern persónulegann sannleika fyrir sjálfan sig, að guð sé til en hann er örugglega ekki svona og svona og vill ekki að ég geri svona og svona. Og þegar það kemur að þessu þá stórefast ég um að fólkið sjálft trúi þessu 100%
0