Þú kannast við “Eureka!” Jafnvel þekkiru söguna á bakvið.
Einhver forn-Grikki, minnir að það hafi verið Arkímedes, var fengið það verk að athuga hve mikið gull væri í kórónu. Hann braut heilan mikið um þetta, en eitt sinn, þegar hann fór í bað, sá hann líkama sinn ryðja vatni frá sér. Spratt hann þá uppúr baðinu og hljóp um götur bæjarins, hrópandi “Eureka!” (Ég veit raunar afar lítið um þetta allt, endilega bætið við þar sem þarf.)
Víkur nú sögunni norður til Englands nútímans. Þar býr rithöfundur að nafni Terry Pratchett. Hann hefur í sögum sínum búið til heilan heim sem hann kallar Discworld. Þar eru einhvers konar forn-Grikkir, sem eru einmitt miklir heimspekingar sem hlaupa naktir um götur borganna. Nema hvað, hjá þeim þýðir “Eureka!” allt annað, nefnilega “Mig vantar handklæði!” En það er einmitt eitthvað sem maður hrópar þegar maður er allsber úti á götu, ekki satt?<br><br>Þorsteinn.
“Að gera ekkert, og hvíla sig þess á milli - það er göfug list.” - Afi.