Ég held að það sé afar sennilegt, eins og þú segir, að hugmyndir hafi borist að austan til Míletos á 6. og 7. öld f.Kr. En ég veit ekki hvort ég vilji fallast á að heimspekin sjálf hafi komið þaðan. Hugmyndir og heimspeki eru nefnilega ekki alveg það sama. Og það er alveg einstök samræðuhefð sem myndaðist í Grikklandi til forna og hefur verið á lífi meira eða minna til þessa dags.
Svo má líka benda á að austurlensk heimspeki, þótt hún búi stundum yfir keimlíkum hugmyndum, hefur eilítið aðrar áherslur. Reyndar getur verið hættulegt að fella alla austurlenska heimspeki undir einn hatt. Kínversk heimspeki er ekki sama tóbakið og indversk heimspeki, japönsk heimspeki er allt önnur ella o.s.frv. En við höfum verið miklu uppteknari af “raunveruleikanum” en t.d. Kínverjar. Kínversk heimspeki er miklu meira praktísk, hefur praktískan tilgang og er speki sem á meira skylt við <i>Hávamál</i> en Frummyndakenningu Platons eða frumspeki Aristótelesar. Indversk heimspeki hefur aftur á móti falið í sér einhverja verufræði eða frumspeki, miklu meiri en kínversk heimspeki. En við höfum ekki alltaf haft jafn mikla tengingu á milli trúarbragða og heimspeki og almennt gerðist á Indlandi allt frá 4. eða 5. öld f.Kr. Þess má geta að eitthvað af frumspeki og þekkingarfræðinni indversku kann að hafa komið að vestan, frá Grikklandi á 4. öld f.Kr. með hermönnum Alexanders mikla en margt er á huldu hvað hafði áhrif á hvað á þeim tíma. <br><br>__________________________
Aut tace aut loquere meliora silentio.
___________________________________