Kreoli
Mín rök fyrir því að líf öryggissjúklingsins sé á einhvern hátt verra eru að lífi hans er stjórnað af ótta sem hann ræður ekki við.
Jú, það eru svosem góð og gild rök fyrir því að líf einstaklings sé “vont”, er stjórnast af þráhyggju í öryggistilfiningu. Nema hvað að mig þykir það mjög umdeilanlegt að það sé verra en margar aðrar þráhyggjur sem gætu stjórnað lífi einstaklings. Svo sem fífldirfska nú eða óskynsamleg adrenalín fíkn. Og ég tala um óskynsamleg, þrátt fyrir að umdeilanlegt sé hvað sé yfir höfuð skynsamlegt. En ásætanleg skilgreining óskynsamleika í þessu tilfelli, fynnst mér það vera þegar, menn leggja óýgrundaða og ónauðsinlega áhættu í verknað, til þess eins að fullnægja adrenalín þráhyggju.
En svo á hinn boginn, fynnst mér öryggiskend sem glæðir upp ótta, vera af hinu góða ef það sé fótur fyrir því að tilefni sé að óttast. Þar af segja ef óttinn verður orsakavaldur af því að skynsamleg breytni fylgi í kjölfarið, svo sem áætlun um það hvernig megi koma í veg fyrir t,d atburðinn sem orsakaði óttann. En reyndar veit ég líka að það sé samt ekki alltaf tilfellið, að skynsamleg breytni fylgi í kjölfarið. En getur og gerist þó stundum.
Kreoli
Hann er þar af leiðandi ekki almennilega sjálfstæður og síður en svo frjáls, en frelsi er eitt það mikilvægasta af öllu til að lifa hamingjusömu lífi.
Ef við göngum út frá því að mögulegt sé að vera frelsissviftur eða frelsisskertur af sjálfumsér, samanber að vera háður þvingunum eigin ótta og öryggissýki, þá gætum við eins nefnt, samviskuna sem stóran orsakavald okkar frelsissviftinga, þar af segja ef við virðum hana, og athöfnum okkar undir hennar “ritskoðun” og þvingandi áhrifum á sálarlíf okkar.
Og er það tilfellið að frelsið sé forsenda hamingjunar, óháð dutlungum skynseminar, samviskunar nú eða siðferðis gildis okkar? Eru það yfirstíganlegar hindranir, sem þarf að klofa til að ná frelsis og um leið óumdeilanlega hamingju?
Kreoli
Annars er nægjusemi dyggð sem ég met mikils, en hugrekki og þekking á heiminum finnast mér þó mikilvægari dyggðir sem ættu ekki að víkja fyrir nægjusemi.
Ég get samsamað mig við það ef það væri óumdeilt hvenar menn eru hugrakkir og hvenar fífldjarfir og eða ofdirfskufullir.