Ég mæli með því að þú lesir söguna "
Ein Tisch ist ein Tisch“ eftir Peter Bichsel.
Ef þú ert ekki sleip/ur í þýsku þá fjallar hún semsagt um mann sem lifir mjög innihaldslausu lífi þangað til hann ákveður einn daginn að endurnefna alla hluti í íbúðinni sinni.
Hann fór t. d. að kalla ”rúm“ mynd”, “borð” “teppi”, “teppi” “skáp” etc.
Svo fór hann að búa til sína eigin orðabók þar sem hann gaf öllum hlutum nýtt nafn.
Og svo endaði það með því að hann skildi ekki lengur hvað annað fólk var að tala um og annað fólk skildi ekki hvað hann var að segja, og hann endaði með að tala aldrei aftur við neinn nema sjálfan sig.