Könnunin spyr hvort þú haldir að Guð sé til, þar er líklegast verið að tala um skapara alheimsins og hið æðsta afl eins og hann kemur fram í Kristinni trú.
En mig langar að spyrja ykkur, hvað túlkið þið sem guð? Þ.e. þegar fólk er að tala um þennan eina “Guð”, þá ekki eins og þrumuguðinn Seif eða eitthvað þannig. Hver er ykkar skilgreining á Guði?
Er hann þessi persónukenndur andi sem er til allstaðar og mun alltaf og hefur alltaf verið til?
Eða er hann eitthvað annað?
Sjálfur trúi ég ekki á þessu persónukenndu veru sem kynnt er fyrir okkur í Kristinfræði, mér finnst það bara ekki trúverðugt að slík vera sé til.
Trúverðugra finnst mér að “Guð”, sé orka… eitthvað sem flæðir í kringum okkur í daglegu lífi… örlög t.d. Þar er kominn einhver orka sem gefur okkur eitthvað.
Hvað haldið þið?