Hafið þið einhvern tímann pælt í hvernig það væri ef það væri ekkert til. Það er alltaf talað um að heimurinn er svo viðkvæmur og eitthvað, hvernig við erum hérna á jörðinni útaf ÓTRÚLEGA tilviljanakenndum atburðum sem áttu sér stað í fortíðinni. Hvernig við myndum á endanum drepast ef einhverjar örverur í sjónum drepast, útaf keðjunni sem skapast af því(heyrði þetta einhvern tímann). Eins og ég segi, oft talað um að heimurinn sé viðkvæmur og allt það.
Í ljósi þess, hafið þið þá hugsað ykkur um að í staðinn fyrir að alheimurinn sé til í dag eins og hann er….. væri hann bara ekkert til. Ég veit ekki með ykkur, en þessi tilfinning hræðir mig. Að hugsa um að það sé bókstaflega ekkert til, það hafi aldreið verið neitt og mun aldrei vera neitt. Ekkert ljós, engin líðandi stund, enginn staður…. ég hugsa bara um myrkur en það væri líklegast ekki myrkur held því þá væri komið eitthvað. Pælið aðeins í þessu og tjáið ykkur endilga.