Þetta fær mig til þess að hugsa um eðlisfræðiáfanga sem ég tók á önninni sem leið. Í honum var kennd bók sem var vægast sagt illlæsileg, handahófskennd samsetning á setningum, orðum og jafnvel stöfum því hver síða var morandi í stafsetningavillum.
Það væri ekki frásögum færandi, nema, í þessarri bók fékk Aristóteles þvílíka útreið sem frumspekingur er afneitaði þekkingu byggðri á reynslu og skrifaði allar sínar kenningar útfrá hreinni rökhugsun. Þá var sagt frá þessu með fallhraða hluta. Frumspeki var skilgreind sem einber hégómi eða eitthvað.
Mér hefur alltaf verið illa við eðlisfræði, efnafræði og þessháttar. Ástæðan fyrir því er einföld: í gegnum söguna hefur það sem haft er fyrir satt í þessum fræðum breyst óendanlega oft, og það sem nú er kennt er bara það sem er rétt þangað til annað kemur í ljós, samt er það kennt sem heilagur sannleikur. Hvað er það sem við erum í raun að læra, eðli alheimsins? Er þetta ekki bara frumspeki nútímans?
Í téðri bók eru síðustu síðurnar notaðar til þess að skilgreina hugtök (spáðu: skilgreining á atómi byrjar svona: að mestu tómarúm sem er samsett úr smáum ögnum…). En þessar skilgreiningar fengu mig til að hugsa, það eina sem þær segja er úr hverju tiltekið fyrirbrigði er og hvað það “býr til” með hjálp annarra fyrirbrigða. Ég meina, myndum við skilgreina mann svona: hann samanstendur af nefi, eyrum, tám, kynfærum o.s.fr. og því næst þarf að skilgreina nef, alveg þangað til að við erum komin niður í minnsta þekkta efnið, kvarka og andkvarka, og þá förum við bara í hina áttina. Hvað mynda kvarkar og andkvarkar. Svona gerir bókin!
Vá ég fæ klígju þegar ég hugsa um þetta:)
Ég meina, kennarinn hafði ekki einusinni spáð í því hversvegna súrefni héti súrefni fyrst það væri ekki súrt, hann varð hvumsa þegar ég spurði hann:)<br><br><center><p><a href="
http://www.simnet.is/unnst">Ha?</a></p><cente