Ef maður er litblindur þá getur maður ekki greint ákveðna liti frá öðrum, þe. tveir litir líta út fyrir að vera sá sami. Þessi hugmynd (skilst mér) er sú að allt litrófið hjá manni sé hliðrað miðað við aðra, þe. grænn viðrist rauður, rauður virðist blár og blár virðist grænn, ekki bara að rauður og grænn viðast vera annar hvor liturinn (eins og gengur og gerist með litblindu, að sjálfsögðu með mismunandi litaafbrigðum).
„It is not worth an intelligent man's time to be in the majority. By definition, there are already enough people to do that.“
Já, þetta gildir um allt. Við þurfum ekki að upplifa hlutina með sama hætti, en aftur á móti verður að hafa í hug að upplifun okkar segir okkur ekki hvernig heimurinn er raunverulega.
Það finnst reyndar þjóðflokkur einhverstaðar á papua ny-guinea sem sér liti öðruvísi en við.. þau sjá grænt og blátt öfugt,, eða grasið blátt og himininn grænan,, en ég man ekki hvernig þetta var sannað,, þetta var allavegna í lifandi vísindi og ég trúi þeim.
hehe ég spurði pabba gamla að þessu þegar ég var 10 ára.. hann var bara.. “nei!, hvað er eiginlega að þér drengur.”
en hey. maður veit ekkert hvernig aðrir sjá liti í hausnum á sér. kannski á fólk þessvegna sína uppáhaldsliti, en svo er þetta í rauninni bara sami litur hjá öllum? nema kannski svart og hvítt þá :)
það er fjöldi einhverra fruma eða einhvað þannig sem lætur okkur greina litina í sundur frá hvor öðrum. Það er mögulega ekki hægt að sjá svona eins og þú varst að tala um alla litina vitlausa. Td. ef grænn væri með 1500 frumur (einhvað dæmi) og brúnn 4000. þá gætiru ekki ruglað þeim saman. En hinsvegar ef gulur er kannski með 1200, þá er það skuggalega nálægt græna (1500) og þá geturu séð þá sem sama lit og þá ertu litblindur.
okokok einhver fjandans ljóstíðni er túlkuð í auga þínu og af heila sem blár. Gæti alveg eins verið grænn hjá einhverjum öðrum, verst bara að það skiptir engu fjandans máli ef sama tíðninn þýðir alltaf sami liturinn. Þið notið sama orð yfir sömu tíðnina og sjáið sömu tíðnina, hvernig þið gerið það skiptir þá engu máli.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..