Ég svaraði ekki því mér þykir hún tilgangslaus. Eins og VeryMuch bendir á að ofan er pottþétt að fíflið er alltaf fífl, svo veit maður ekki hvað er átt við að einhver elti það. Ef það er í merkingunni maður sem eltir forystusauðinn í blindni hvert sem er, þá er freistandi að segja að sá sem eltir er meira fífl. Til dæmis ef Bush er fífl, hvað er þá stuðningsmenn hans? Jafnvel þótt Bush sé fífl gætu einhverjir stuðningsmenn hans verið klárir og einfaldlega fundist að málstaður hans sé betri en annarra sem voru í framboði o.s.frv. Það eru sem sagt margir fletir á þessu og raunar engin tilgangur í því að svara þessu.
Hins vegar gætum við lagt trilluvandamálið fyrir hérna í tveim könnunum, ef að textinn má vera sæmilega langur og svo ræða niðurstöðurnar sem verða væntanlega svipaðar fyrri rannsóknum. Það gæti verið áhugavert…
Bætt við 27. janúar 2008 - 23:52 http://en.wikipedia.org/wiki/Trolley_problem