Lífverur þróast, hæfari lífverur lifa af. Ég skil það.
Tökum einhverja lífveru með hendur eða einhvers konar slíka útlimi sem þróast út í vængi. Þessi lífvera notar væntanlega útlimina í eitthvað - á meðan þessi þróun á sér stað hvernig kemst lífveran af á meðan þessi útlimur er ónothæfur vegna þess að hann hefur breyst en ekki nógu mikið til þess að geta flogið.
Ég orða þetta ef til vill undarlega, er með lélegt dæmi, en útlimirnir eru ónothæfir á meðan þeir eru að breytast! Dýrin verða étin og drepin af öðrum dýrum!
Ég trúi enn og aftur þessari kenningu, en ég skil þetta ekki.
Afsakið ef þetta er rangt áhugamál, þetta ætti kannski frekar að vera á Vísindi og Fræði