Þetta er alls ekki grein um þann ágætismann. Ef ég myndi skrifa slíkt held ég að það myndi ég frekar senda greinasafninu.
Mig langar bara að vita hvað nafnið hans þýðir. Ég meina, Platón þýðir ‘Hinn breiði’ eða eitthvað álíka. Ég giska að Aristóteles þýði eitthvað eins og ‘Markmið aðalsmanns’ eða ‘Fjarri aðlinum’. ‘Aristo-’ samanber ‘aristocrat’ (aðalsmaður), og ‘-teles’, annað hvort markmið, eins og í ‘teleology’ = ‘markhyggja’ (er það ekki annars?), eða eins og í ‘television’ = ‘fjarsýn’ (eða hvað?).
Með von um skjót svör.
Þorsteinn.