Spurning hvort þú sért sanngjarn við hann Mill núna. Það eru ýmsir gallar á nytjastefnunni; ég ætla ekki að taka að mér að verja hana. En það er eitthvað frekar skynsamlegt við hana líka; að sjá alls ekkert skynsamlegt við nytjastefnuna er vísbending um að maður hafi ekki áttað sig á kenningunni. Þess má kannski geta líka að það eru líka gallar á kantískri siðfræði, sumir býsna undarlegir: til dæmis hélt Kant að það væri siðferðilega rangt að fróa sér af því að þá væri maður að nota sjálfan sig sem tæki til að ná fram einhverju markmiði! Og hann myndi banna þér líka að skrökva að nasista sem bankaði upp á hjá þér í leit að gyðingi til að drepa (sígilt dæmi). Þetta gengur auðvitað þvert gegn öllu sem innsæi og heilbrigð skynsemi segja manni; það er ekki alveg í lagi með kenningu sem hefur svona afleiðingar.
Og það má svo sem geta þess líka að það er einmitt langvarandi óánægja siðfræðinga með báðar kenningar sem leiddi til þess um miðja 20. öld að G.E.M. Anscombe dustaði rykið af Aristótelesi og hélt fram dygðasiðfræði hans sem þriðja möguleika. Það er býsna álitleg siðfræðikenning sem byggir á sálfræðilegri kenningu um hvatir, ráðagerð og ákvarðanatökur. En hún spyr allt annarra spurninga en “nútímasiðfræðikenningarnar” og á þess vegna ekki endilega svör við þeirra spurningum, rétt eins og þær eiga ekki svör við spurningum aristótelískrar siðfræði.
En aftur að Mill. Sum mótrökin gegn nytjastefnu hrífa ekki á nytjastefnu Mills (sjá
Mill's Utilitarianism). Því nytjastefna er til ýmsum afbrigðum og hann er ekki málsvari þeirra allra. Spurningin er þá hvaða nytjastefnu er verið að mótmæla? Athafnanytjastefnu? Reglunytjastefnu? (
Rule Consequentialism) Jafnræðisnytjastefnu? (Sjá einnig:
Which Consequences? Actual vs. Expected Consequentialisms og
Consequences of What? Rights, Relativity, and RulesEf þú ert forvitinn um Mill almennt, skoðaðu þá:
John Stuart Mill í
Stanford Encyclopedia of Philosophy. Þarna er ágætis yfirlit yfir málspeki, þekkingarfræði, vísindaheimspeki og stjórnspeki Mills auk siðfræði hans.
Skoðaðu líka:
John Stuart Mill í
The Internet Encyclopedia of Philosophy Og um nytjastefnu:
Consequentialism í
The Internet Encyclopedia of Philosophy,
og
Consequentialism í
Stanford Encyclopedia of Philosophy.
(Þess má geta að þessar síður sem ég er að benda þér á,
Stanford Encyclopedia of Philosophy og
The Internet Encyclopedia of Philosophy eru margfalt áreiðanlegri en Wikipedia.)