Getur einhver sagt mér hvað í ósköpunum er svona merkilegt við þennan mann?

Það sem ég veit um hann:

1) Hann setti fram nytjastefnuna. Siðfræðikenningu sem er svo augljóslega gölluð að það er varla fyndið. Hún gengur útá að hámarka óskilgreindan hlut, sem þar að auki er skilgreindur mismunandi milli einstaklinga, og slík kenning á að sameina heilt samfélag?! Langsóttari annmarkar er að kenningin ræðst gegn mannlegri reisn og réttlæti.

2) Kenningar hans um skilningur á grundvallar atriðum stærðfræðinnar eru skotnar í svo miklar spónir af Gottlob Frege í Der Grundlagen der Arithmetik að maður getur varla annað en hlegið.


Ef hann gerði ekkert annað en þetta, þá skil ég ekki afhverju hann er svona frægur og “mikils metinn”. Kannski er nytjahyggjan vinsæl á sömu forsendum og kristni og önnur trú. Hún er hagnýt, hún gefur afsakanir fyrir siðleysi og óréttlæti og gagnast þannig mörgm einstaklingum.