Jæja, afsakaðu seinagang.
Nei, ég er ekki með “zombie argument”, þar sem það felur í sér að ég sé gagnrýna sjónarmið ( sem ég er ekki að gera ), með notkunn zombía. Að auki, ef svo væri, er það ekki eitthvað sem flokkast með rökvillum; þar sem mér fannst hljómurinn vera soldið á þann veg hjá þér. Það væri bara ein afstaða með kostum og göllum, sem má kynna sér, eða fletta upp í google. ;)
Þetta hófst nú allt saman á því að ég talaði um hve undarlegt fyrirbæri ég teldi meðvitundina vera. Og þar sem þú talar um zombie argument eins og það er kallað, þá skilurðu vonandi hvað ég á við. Zombíarnir hafa ekki þessa meðvitund, það er konseptið ( hugmyndin ) og það er þetta sem þá skortir sem ég var að benda á, þegar ég talaði um meðvitund. Þannig að nú erum við vonandi sammála um að skilja hvorn annan þegar við tölum um meðvitund ( í.þ.m. á vettvangi þessara umræðna ).
Allt tal um eitthvað yfirskilvitlegt eða uppvakninga kemur því sem ég er að reyna að benda á ekkert við. Þetta er allt saman mjög hversdagslegt og jarðbundið, ekki einu sinni frumspekilegt. Ég er bara að tala um fyrirbæri sem allir ( sem hafa meðvitund ) þekkja mjög náið.
Ég notaði ýmis dæmi til að útskýra við hvað ég átti, og það má vera að þar hafi ég farið út í eitthvað sem mætti kalla frumspeki, uppvakninga, eða eitthvað yfirskilvitlegt jafnvel. En það var auðvitað ekki meginefni þess sem ég var að segja, heldur aðeins notað til útskýringar. Ég er auðvitað ekki að vitna í kvikmyndir til rökstuðnings, heldur aðeins til útskýringar, þetta er tvennt ólíkt.
Það sem ég er meðst hissa á að það hafi tekið þetta mörg svör til að komast á þann punkt að geta talað um það sem upphaflega var meint.
Ég er líka töluvert hissa á að þér þyki meðvitund ekki merkilegt fyrirbæri ( ef ég hef skilið þig rétt ) en þér er auðvitað frjálst að hafa þá skoðun. Þar sem þessi skoðun er að endingu spurning um tilfinningar og smekk. Líkt og það bannar þér enginn að vera á þeirri skoðun að stærðfræði sé ekkert merkilegt fyrirbæri, ekkert frekar en húsið þitt eða stóllinn sem þú situr á. Það má færa rök fyrir því að eitthvað sé svona eða hinsegin, og þá e.t.v. með það að sjónarmiði að skýra þá stöðu sem er raunveruleg, og sumir gætu e.t.v. dæmt sem merkilega. Sá lokadómur er hinsvegar alltaf að endingu spurning um smekk býst ég við.
Í stað þess að gera ráð fyrir að ég hafi aldrei hugsað út í þetta þá myndi ég frekar athuga hvort þú getir komið þinni skilgreiningu á meðvitund í orð.
Ég vona að þetta teljist “meðvituð orð” ( en taktu eftir ég lagði aldrei upp með að skilgreina meðvitund ).
Að lokum, og ég meina þetta ekki til að vera með einhverja stæla eða vera leiðinlegur, þá finnst mér þú gerast sekur um eitthvað sem þú virðist sjálfur telja ámælisvert.
Þín hugmynd á meðvitund hljómar yfirskilvitleg
En mér þykir efirfarandi tilvitnanir fara soldið út í þá sálma.
[um rækjur...]ég tel þér vera meðvitaðar þó þær hafi engan sjálfsvitund
Ég held það sé ekkert mál að búa til meðvituð forrit og reyndar þeirrar skoðunar að við höfum þegar gert það.
Og um skilgreininguna sem þú leggur til, þá virðist mér hún gersamlega sneiða hjá viðfangsefninu, sem er ekki yfirskilvitlegt og okkur fullkomlega kunnugt; nefnilega meðvitundinni.
Mín er afar einföld og ég tel hana ekki ófullkomna, meðvitund er hæfileikin að bregðast við umhverfi sínu en hann er misgóður eftir lífverunni.
Hún er að vísu einföld, hún má eiga það. En það að skilgreining sé einföld hefur bara ekkert með það að gera hvort það sé eitthvað vit í henni eða ekki. Það gerir hana bara gagnsærri, sem er gott mál. Þessi skilgreining sniðgengur viðfangsefnið ( meðvitundina ) og leysir gátuna með því að glíma ekki við hana. Hvernig ætlarðu til dæmis að framkvæma athugun til þess að kanna hvort eitthvað “bregðist við umhverfi sínu” án meðvitundar? Ertu að ná punktinum?
Smá viðbót varðandi hugtök.
Þú virðist vilja nota orðið “sjálfsvitund” þar sem ég tala um “meðvitund”. Af hverju nota ég orðið meðvitund í stað orðsins sjálfsvitund? Jú þar sem ég tel ( svo ég noti þitt orð ) sjálfsvitund ( að vita um sig, að aðgreina sig frá öðru ) ekki vera nauðsynlegt til að hafa sjálfsvitund ( orðið sem þú vilt nota ). Þess vegna má segja að sjálfsmeðvitund krefjist ekki sjálfsmeðvitundar ( þú sérð ruglinginn ). Meðvitund er því betra orð að mínum dómi.