Við getum endalaust búið til skilgreiningar á því hvað teljist maður og hvað ekki.
Við getum skilgreint mann eftir svo kölluðu eðli, eða einhverju öðru í fari hans, sem væri ekki skilgreint sem eðli.
Svo getum við líka velt fyrir okkur hvað skilgreinist sem eðli og hvað ekki.
Þannig gætum við jafnvel gers frökk og farið að fella flestöll einkenni sem einkenna mann undir eðli hans.. svo sem 2 fætur, 5 fingur, upprétt staða, fingrafimi, verkfæragerð, ekkert bein í getnaðrarlimi karldýrs, hve margar tennur við erum með, hve marga litninga og hvort við séum með litninga pör, staka litninga eða 3 eða fleiri saman…
Við gætum skilgreint hitt og þetta undir eðli, ef viljinn væri fyrir hendi. Þó held ég að sjaldnast falli ytri einkenni mannsins undir það sem við köllum eðli.. hvað svo sem eðli er í raun.
Aftur á móti eru menn flokkaðir sem menn, frekar eftir því sem er sýnilegt, áþreifanlegt, og óumdeilanlegt. Þar sem flestir átta sig á því að það er erfitt í meiralagi að henda reiður á eðli manns eða dýra..
Þess vegna tala ég um að menn geti haft eðli hunda, þó þeir séu skilgreindir sem menn, þeas þar sem þeir eru flokkaðir eftir yrtri einkennum eða erfðaefni. Þannig að ef öll dýr hefðu sama eðli, þá væri það þrátt fyrir allt saman þeirra eðli, eðli tegundarinnar.
Hvert raunverulegt eðli manna eða dýra er, ef þetta er bara ekki aungstræti skilgreininga og orða, ætla ég ekki að dæma um.
Það liggur þó ljóst fyrir að við höfum það sem venjulegast er kallað eðli.. td tilfinningar okkar, ótti, reiði, kynkvöt, tilhneigingar hverskonar.. þetta er þó allt nokkuð óljóst, td hvað okkur er áskapað og hvað af því sem gæti virst eðli okkar er engönu lærð hegðun eða tilhneiging, lærð af samfélaginu sem við búum í.
En umhverfi okkar, fólk sem og dauðir hlutir, hafa ótrúlega sterk áhrif á okkur. Hvað værum við án fortíðarinnar, værum við enn við sjálf, þeas þau sem við erum í dag? Hvar eru mörkin á milli okkar sjálfra og umhverfisins, umhverfið er tengdara okkur en við gerum okkur oft ljóst í fljótu bragði. Td ef foreldrar okkar deyja á morgun, ímyndið ykkur hve mikið við myndum breytast eftir það. Stundum þegar við horfum til baka, þekkjum við ekki okkur sjálf sem okkur sjálf. Mun frekar er eins og við horfum á aðra persónu, sem við vorum einu sinni, líkt og slanga horfir á gamlan ham sinn sem hún losaði sig við fyrir löngu.
Jæja þetta varð meira en ég ætlaði, en ég nenni ekki að takmarka mig mikið, né að skipuleggja mig of mikið. Ég leifi þessu bara að flæða.
kv.
VeryMuch