Ég ætla að endurnýta
gamalt svar í annað sinn:
“Ég afrita bara eldra svar mitt við sömu spurningu:
Eins og fram kemur á vefsíðu Heimspekiskorar Háskóla Íslands hafa nemendur þaðan margir hverjir haldið út í framhaldsnám í heimspeki og ratað síðan í kennslu bæði á háskólastigi og einnig á grunn- og framhaldsskólastigi en þar að auki hafa sumir þeirra ”náð árangri á sviðum hagfræði, lögfræði, bókmenntafræði, sagnfræði og stærðfræði“.
Margir hafa valist ”í störf í mennta- og menningarstofnunum, fjölmiðlum, fyrirtækjum og stjórnmálum“ og ”[á] meðal útskrifaðra heimspekinga frá Háskóla Íslands má nefna alþingismenn, bæjarstjóra, stjórnarerindreka, þáttagerðamenn í sjónvarpi og útvarpi, blaðamenn, kynningarfulltrúa, textagerðarfólk, kennara, skáld og kvikmyndagerðarmenn“.
Viðbót:
Það að hafa gráðu í heimspeki og að vera heimspekingur er ekki endilega það sama. Það sem kemur fram hér að ofan á við um brautskráða nemendur úr heimspeki við HÍ. Þeir eru ekki endilega allir heimspekingar þótt þeir hafi menntun í heimspeki. En ég geri ráð fyrir að þú hafi samt m.a. viljað vita hvað fólk gerir við þessa menntun.
Flestir heimspekingar kenna sjálfsagt heimspeki á háskólastigi eða eru rithöfundar. Kennarar á háskólastigi hafa yfirleitt svokallaða rannsóknarskyldu; þannig að já, þeir fá m.a. borgað fyrir að pæla og gefa út pælingar sínar.
Í gamla daga var þetta ekki svona. Fram á 19. öld var t.d. sterk hefð í Bretlandi fyrir því að heimspekingar störfuðu ekki innan háskólanna heldur ynnu þeir að heimspeki sinni fyrst og fremst í frítíma sínum. John Stuart Mill (1806-1873) var t.d. starfsmaður Austur-Indía félagsins. Háskólavæðing heimspekinnar átti sér hins vegar stað mun fyrr í Þýskalandi. Þessa sögu má rekja í löngu máli en nú er svo komið, held ég, að nær allir heimsekingar starfa innan háskólanna.”
Ég vona að þetta svari spurningunni.
Kv.,
gthth