Já, öllum mönnum dreymir. Það virðist vera nauðsynlegt fyrir manninn að dreyma, kenningin er að við upplifum drauma þegar við erum að henda reiður á hugsun okkar, færa minningar úr skammtímaminninu í langtímaminnið o.s.frv. Það sem við upplifum stundum í þessu ferli og köllum drauma hlýtur að vera jafn einstaklingsbundið og öll okkar upplifun á veruleikanum. Sjálfur man ég sjaldnast drauma, það eru mörg ár síðan ég man draum eftir að ég vaknaði. Það þýðir samt ekki að mig dreymi ekki.
Besta leiðinn til að svara þessari spurningu er því ekki með heimspekilegum vangaveltum, spyrðu bara einhvern sem er blindur. Þetta fólk getur tjáð sig. (Einnig fólk sem er heyrnarlaust og blint).