Sjáðu til.
( Nú ætla ég bara að bara að vísa í hversdaglegan skilning á því sem við erum að ræða, en ekki kafa mjög djúpt, íþm svona til að byrja með. )
Draumar eru raunverulegir sem slíkir. Draumar eru raunverulegir draumar. Það má ef til vill kalla það raunveruleika þeirra ( að þeir séu raunverulega draumar sem þig eða aðra dreymir ).
Ætli við getum ekki sagt að raunveruleikinn sé allt það sem er raunverulegt? Svona fljótt á litið.
En ef við lítum á drauma úr samhengi sínu. Ef við reyndum að skilja drauma eins og þá skynjun sem við skynjum þegar við erum vakandi, þá myndum við lenda í ýmsum mótsögnum. Draumurinn myndi ekki haga sér samkvæmt því sem við höfum nú þegar lært um vakandi skynjun. Við gætum e.t.v. flogið, drepið einhvern og hitt hann síðar, við getum ferðast um tíma, birst á mismunandi stöðum á hnettinum á augnabliki, við getum meira að segja látið hluti birtast bara með því að hugsa um þá. Þetta væri í hæðsta máta undarlegt ef við værum vakandi.
En jú, svo er það vandinn felst í því að þegar við erum sofandi og dreymir, þá gerum við okkur ekki endilega grein fyrir því að okkur sé að dreyma. Það kemur fyrir, en líkast til sjaldnast. Og þá spyrjum við okkur, gæti ekki svo verið um vöku okkar? Gæti ekki allt eins verið að við getum vaknað af vöku okkar eins og við vöknum af draumum okkar? Hver veit?! Kannski það.
En við vitum að okkur hefur verið að dreyma eftir að við vöknum af draumi okkar. Af hverju? Jú, ég leyfi mér að segja að það sé vegna þess að við öðlumst nýtt ‘samhengi’. Við gerum okkur skyndilega grein fyrir að hér erum við stödd í vöku, og ástand okkar þar á undan var draumur.
En hvernig á það sér stað? Ætli það sé ekki svipað og með hugsunina. Við vitum ekki alveg hvernig við förum að því að hugsa. Við vitum ekki alveg hvernig við föttuðum það sem við föttuðum. Allt í einu varð okkur bara ljóst að eitthvað hlyti að vera svona en ekki hinsegin. Eftir á getum við skýrt hversvegna þetta hlýtur að vera svona en ekki hinsegin, en við vitum ekki hvernig við fórum að því að sjá það til að byrja með. Á sama hátt vitum við ekki alveg hvernig við getum verið meðvituð um heiminn, hugsað, fundið til, og velt öllu þessu fyrir okkur. Það er bara svona, að því er virðist; bara eins og sólin var bara þarna frá því að elstu menn muna.
Við getum hinsvegar reynt að skilja hugsunina og hvernig hún starfar, og meðvitundina líka ( ef hún er aðskilið fyrirbæri ); eins og við getum reynt að skilja sólina og heiminn. En svo er annað mál hvort við getum nokkurntíman svarað “Afhverju?” spurningunni.
Tökum saman. Ástæða þess að þú veist að eitthvað er draumur er vegna þess að þú öðast það ‘samhengi’ sem gefur þér nýja merkingu ( nýjan skilning ). Þú vaknar sem sagt.
Tökum dæmi. Ef við horfum á orðið “skora”. Þá getur okkur dottið ýmislegt í hug. Ef það er “Skora.” þá er það í raun einhverskonar setning á forminu til. Þetta gæti verið nafn, klettaskora, að skora mark, að skora á hólm, að skora hjá hinu kyninu, og svo framvegis. Einhver segir “Ég skoraði.”. Þá gæti hann átt við marga hluti. Enn skortir okkur samhengi sem gæti útilokað allt nema eitthvað ákveðið, sem við væri átt. Ef sagt væri svo “Ég skoraði mark!”, þá gætum við áttað okkur að hér væri um einhverskonar leik að ræða. En við gætum ekki vitað hvaða leik væri átt við. Handbolta, hokkí, fótbolta eða eitthvað annað. Svo væri sagt “Ég tæklaði gaurinn og skoraði með vinstri í hægri staung inn.”. Okey, hér erum við komin með soldið skýra mynd. Við getum að öllum líkindum ályktað að hér sé verið að tala um fótbolta. En svo væri bætt við “En svo hrasaði Siggi um snúruna og skemmdi allt fyrir mér!”. Hér er væntanlega átt við rafmagnstæki. Og ef við þekkjum viðkomandi og venjur hans, ætti okkur að vera ljóst að hann var að tala um það þegar hann skoraði mark í einhverjum fótboltaleik í Playstation eða einhverju álíka. Viðgætum jafnvel spurt til að fá það staðfest. “Varstu í Playstation2?” “Nei! Varstu ekki búinn að frétta? Ég var að kaupa Playstation3! Drífðu drífðu þig yfir og ég skal rústa þér!” Og við vissum líka af samhenginu að þegar vinur okkar ( við gefum okkur það ) talaði um að rústa okkur, þá átti hann við að rústa okkur í tölvuleik en ekki með líkamlegu ofbeldi. ;)
Ok. Um hvað var þetta allt? Jú, þetta fjallaði aðallega um mikilvægi samhengis til þess að gera okkur merkingu ljósa. Alveg eins og þegar við erum í draumi, vitum við ekki að okkur er að dreyma. Það er ekki fyrr en í samhengi við vökuna sem okkur verður þetta ljóst. Við öðlumst víðari sín, og höfum fleira til að tengja við þá skynjun sem við urðum fyrir í þeim draumi sem okkur var að dreyma.
En eftir stendur að við getum ekki vitað með vissu að við getum ekki vaknað enn og aftur af vökunni. Við getum þó vanalega hugsað um drauma þegar við erum vakandi, en síður þegar við erum sofandi. Þannig að þegar við erum að velta fyrir okkur draumum, þá þekkjum við af reynslu okkar að við munum líkast til ekki eftir neinum draumi þegar við vorum að hugleiða drauma. Þannig getum við ályktað með einhverjum rökum að við séum í það minnsta ekki að dreyma neinn draum sem þið hafið áður upplifað og ef þetta er draumur þá er þetta alveg einstakur draumur, og líklega ekki draumur. Ef okkur væri raunverulega að dreyma, myndi okkur líkast til ekki detta neitt svona í hug. Ekki samkvæmt minni reynslu af draumum í það minnsta. ;)
Jæja segjum þetta gott í bili.