Tja.. sú grein yrði reyndar stutt. Og svo er það oft með stærðfræðilega hluti
að þegar búið er að sanna allt þá er ekkert eftir til að tala um!
Það væri kannski helst að skrifa um “valfrumsenduna” axiom of choice eða
“sokkavandamálið” eins og Bertrand Russell kallaði það (það er minnst á þetta
smá í monster-póstinum hérna a ofan). Það hefur töluvert erfiða heimspekilega
merkingu og það væri vel hægt að tala um það.
En ég skal birta aðferðina hér.. hún er reyndar stutt. Við einföldum hana þannig
að við tvíteljum öðru hvoru (það má bara stroka út af listanum ef maður vill).
Við teljum pör af náttúrulegum tölum (það er líka í raun jafnlétt og að telja
öll heiltölupör, við skiptumst bara á jákvæðu og neikvæðu).
Teljum fyrst öll pör sem innihalda bara 1. Það er parið (1,1).
Teljum næst öll pör sem sem innihalda bara einn og tvo og eru ekki komin á
listann. Það eru pörin (1,2), (2,1), (2,2).
Því næst öll pör sem innihalda 1, 2 eða 3:
(1,3), (3,1), (2,3), (3,2), (3,3).
Og 1, 2, 3 og 4:
(1,4), (4,1), (2,4), (4,2), (3,4), (4,3), (4,4)
o.s.frv.
Ef við erum að telja ræðar tölur svarar hvert par (a, b) til ræðu tölunnar
a/b. Við getum sett það skilyrði að a og b séu prímískar. Þannig teldum við
til dæmis ekki parið (4,6) (töluna 4/6) vegna þess að við vitum að (2,3) er
þegar komið og 4/6 = 2/3.
Þetta ætti að skiljast. Til að hafa þetta alveg fullkomið má gera þetta með
þrepun:
Við getum síðan sagt að ef öll pör til úr tölunum 1, …, n-1 eru paranleg við
eitthvað heiltalnasett (1,..k) þá eru öll pör úr tölunum 1, …, n það líka,
því við pörum einfaldlega (1,n) við k+1, (1,n) við k + 2, (2, n) við k + 3,
(n, 2) við k + 4 o.s.frv. upp í að para (n, n) við k + 2(n-1) + 1 = k + 2n - 1.
Þar sem fyrir n = 1 fæst bara parið (1,1) og 1 er endanlegur fjöldi fylgir
reglan af þrepun.
Með því a nota regluna 1 + 3 + 5 + … + 2n-1 = n^2 getum við meira að segja
fengið að parið (k, n) er númer (n-1)^2 + 2k - 1 í röðinni og að parið (n, k)
er númer (n-1)^2 + 2k í röðinni, fyrir k minnaen n, og að parið (n,n) er
númer n^2 í röðinni.
Þessi sönnun hefur reyndar birst áður á huga (ótrúlegt en satt!) og það er frá
huga sem ég man hana (þrepunin var samt smá impró ;) ).