Sem leiðir hugann að því að það þykir dyggð í dag að taka afstöðu til hvers einasta hitamáls í þjóðfélaginu, þrátt fyrir að langt flest fólk hafi oftast úr of litlum gögnum að moða til þess að mynda sér rökstudda skoðun.
Þeir sem hika eru kallaðir vingular.
Sem er sorglegt í ljósi rannsóknar sem ég heyrði einu sinni þann mæta mann Scott Adams tala um. Í stuttu máli sagt hljóðuðu niðurstöðurnar þannig að ef fólk er einu sinni búin að taka einhverja afstöðu er miklu erfiðara að fá það til að skipta nokkurn tímann um skoðun, hversu órökstudd sem sú afstaða er.
Í löngu máli skilst mér að rannsóknin hafi verið framkvæmt þannig: Eftir viðamikla könnun hjá hópi fólks var tekið úrtak af manneskjum sem höfðu enga skoðun á tilteknum málefnum (t.d. fóstureyðingum og dauðrefsingum). Haldin var svo feik-ræðukeppni þar sem fólkinu var skipt í 2 lið og skipað að verja ákveðna afstöðu, með eða á móti, í hverju málefni fyrir sig.
Til þess að rugla fólkið var það líka látið ræða einhver málefni sem það hafði þegar myndað sér skoðun á. Niðurstöðurnar þar skiptu ekki máli. Málefnin og ræðurnar voru nógu margar til þess að ekkert eitt yrði mjög eftirminnannlegt.
Eftir einhverja mánuði var svo fólkið aftur tekið í könnun og innan um gervispurningarnar var lætt aftur spurningunum sem þau höfðu áður haft enga skoðun á (t.d. fóstureyðingar og dauðarefsingar).
Gífurlegt hlutfall óákveðinna var nú búin að taka afstöðu (líklega ómeðvitað)og nær undantekningarlaust af afstaðan samhljóma þeirri afstöðu sem það hafði verið platað til að taka í ræðukeppninni.
Þetta segir okkur að margt ræður því af hverju fólk finnst svona eða hinsvegin um ákveðin málefni, og það eru sjaldnast rök eða skynsemi sem ráða því.