ég las að alheimurinn væri síndartölva í einhverri rosa öfflugri tölvu í öðrum heimi.
er það satt???
og þó þetta væri sambærilegt þá voru grísku heimsspekingar ekki beint komnir með réttu svörin.
Við hellakenningu Sókratesar? jáááá… Sú.. þarna sem kom á undan hellislíkingu Platons?
Nei.. en hvað það er gott að lifa á okkar tímum; spurningum þeirra er löngu svarað.
Sagði það aldrei. Þessi tilraun þín til að setja eitthvað út á svar mitt gerði ekkert nema að leggja auka áherslu á punktinn minn.
Það að nota “svör” og kenningar forngrískra heimspekinga sem einhvernskonar rök fyrir því að heimurinn gæti mögulega verið sýndarheimur í ofurtölvu er heimskulegt.
Hvernig var ég að auka áherslu á þann punkt með því að hæðast að þeirri skoðun að við vitum miklu meira um sýnd/skynjun vs. reynd/veruleika nú á dögum?
Hvað er annars svona heimskulegt við að vitna í þessar kenningar? Eru þær úreltar frumspeki vangaveltur sem eiga ekkert skilt við okkar fágaða hugsun og almenna skynsemi samtímans?
Fram á þennan dag erum við engu nær hvort við séum að skynja það sem er raunverulegt eða búum í einhvers konar sýndarheimi; samband milli skynjunar og reyndar (veruleika) er gömul en óleyst gáta.