Ég held að ég hafi svarað þér aðeins snubbótt þarna áður. Ég ætla að sjá hvort ég get ekki gefið mér smá tíma til að bæta kjöti á beinin. Ælti ég noti ekki bara og góða ‘tilvitnun/svar’ kombóið, það hentar vanalega vel ef maður ætlar að vera sæmilega ýtarlegur.
Ásarnir eru ómissandi hlutar af skilgreiningu tíma og hreyfingar og eina gagnlega sjónarhornið (skilgreiningin) svo ég viti til. Frá einhverju öðru sjónarhorni gæti þetta verið sami hluturinn, en ég get ekki séð hvernig það gagnast til eins né neins.
-Það má vera að þetta sé gagnlegasta skilgreiningin, svona í flestum tilvikum, en svo koma jaðartilvikin og undantekningarnar, eða þegar við þufum einfaldlega á annarskonar skilgreiningum að halda ( sem tækjum ). Ef við förum í smáagnaeðlisfræðina þá fara hlutirnir að hætta að verða alveg eins línulegir og áður ( að því er virðist ) þá fer fyrra líkanið að verða minna gagnlegt. Og að auki þá náum við engum skilningi út úr heiminum ef við styðjumst engöngu við módel í heimspekilegum vangaveltum. Ég er sem sagt að benda á takmörk módela. Það er þónokkuð mikilvægt skref ( ef ég tala út frá minni reynslu ) að átta sig á þeim mun sem er á milli módela og þess sem líkt er eftir í módelinu. Þetta getur orðið mjög djúp pæling, eitthvað í ætt við heimspeki stærðfræðinnar og þessháttar; takmarkanir kerfa, hvað er reiknanlegt og svo framvegis. Svo virðist sem raunveruleikinn sé fullur af fyrirbærum sem eru óreiknanlegir ( þó hann sé líka fullur af hinum sem eru reiknanleg ) en það hindrar raunveruleikann ekki til að haga sér með óreiknanlegum hætti. Þú skilur… módel hafa sín takmörk. Hinsvegar þýðir það að eitthvað sé óreiknanlegt ekki endilega að það sé ekki hægt að öðlast þekkingu á fyrirbærinu. En látum þetta duga um það.
Hnit og punktar eru skynjun (eða, skipuleg framsetning þeirra, tjáning þeirra) svo við komum að sömu gömlu spurningunni hvort skynjun og það sem skynjað er (guð, frummyndirnar, raunveruleikinn… grípur þú hugtakið?) sé sami hluturinn eða tvennt ólíkt. Ég er á þeirri skoðun að það sé tvennt ólíkt, en það sem skynjað er er hins vegar ómögulegt að vita hvernig er, það er óhrekjanlegt fyrirbæri (allar kenningar um það þ.e.a.s.) og því hreinasta vitleysa að ætla að halda einhverju fram um það. Það eina sem við höfum í höndunum eru skynjanirnar og hlutfallsleg afstaða milli þeirra, við höfum ekki endanlegt viðmið nema við ákveðum það, en það er í mínu tilfelli - þegar ég um tíma og rúm er að ræða - hnitakerfi.
Reyndar, hugsanlega, ræður tími og rúm miklu um tilfinningar okkar og skynjanir innan líkamans. Þegar ég er dapur hugsa ég ekki “ah, fjöldi dópamíns á x mm frá nefbroddi mínum er ekki nægjanlegur”… Þá skynjast tími og rúm án nokkura hugleiðinga um vegalengdir yfir höfuð.
-Já ég held ég sé að grípa hjá þér hugtakið eða pælinguna. Mér sýnist þú vera að vitna í humyndir Kants um þakmörk þess sem við getum kynnst af ‘raunveruleikanum’ eitthvað um hið forskilvitlega ( ef ég man þetta nú rétt - verð að játa að ég er farinn að ryðga í bókafræðunum ). Og jú ég tel vera þröskuld þarna sem við getum ekki stigið yfir þar sem við munum menga skilninginn með okkar eigin kvíum. Og jú rökleg framsetning og skilgreining á hlutum/fyrirbærum veitir þeim merkingu og gefur okkur aukinn skilning á þeim. Er í raun einskonar skynjun ef út í það er farið. Annars finnst mér þú verða ansi ruglingslegur hérna í því hvað þú ert að reyna að segja. Mér sýnist að þú sért hér að segja, að mikilvægi skilgreininga sé enn meira af því að skynjanir okkar séu takmarkaðar í eðli sínu. Og jú, ég tek undir það. Hinsvegar þá gleymirðu að þú þarft ekki endilega að halda þig við eina skilgreiningu. Það er full einvítt sjónarhorn. Möguleikar skilgreininga eru líkast til ótakmarkaðar. En þegar þeim er beitt skiptir öllu máli í hvaða samhengi þeim er beitt. Svipað og það sem við segjum fær merkingu sína af samhengi sínu, við það sem við höfum áður sagt, efnistökum, málróm, aðstæðum, tíma, og þannig áfram endalaust. Hér erum við komnir út í eðli merkingar, og hvað gerir merkingu mögulega, hvernig, og etv hvaða lágmarksskilyrði þurfa að vera til staðar til að merking sé til staðar.
Við GETUM EKKI tekið gleraugun af nefinu, (reyndar halda trúaðir öðru fram, en kenningar þeirra stangast svo á að ég get ekki tekið þá alvarlega, sami raunveruleiki opinberast þeim að minnsta kosti ekki) ef það er til fjórða rúmvíddin þá get ég ekki vitað að hún sé þarna með þeim hætti sem það gagnast mér (þeim hætti að ég geti haft áhrif á hana eða vitað eitthvað um hana) sama hvað öllu tali um gleraugu líður.
- Hér sýnist mér þú vera að halda að ég sé að reyna að taka forskilvitlegu gleraugun niður, samanber það sem ég sagði um Kant hér að ofan. En nei, ég er í raun að tala um breytileg viðmið, ólík módel, ólíkar skilgreiningar. Líkt og við getum sagt sömu setningu í ólíkum aðstæðum og við það breytist merking þeirra algerlega. Eins og “ég er farinn” getur þýtt að einhver sé að flytja út eða að fara út í búð; allt eftir samhenginu. Ég sé þar að auki enga ástæðu til að blanda trú, guði, eða trúuðum inn í þessa umræðu. Ekki nema þú getir bent mér á hvar það kemur málinu við. Þegar ég tala um gleraugu væri nær að tala um skammtafræðileg, þyngdarafsfræðileg, efnafræðileg, listræn, tilvistarleg, skáldleg, tilfinningarleg, tölfræðileg, rökleg, heimspekileg gleraugu. ( Raunar tel ég að heimspekigleraugun fari jafnvel síðast niður ( jafnvel að þau séu föst á ) en þær pælingar meiga mæta afgangi núna ).
Og hvað hlutum líður, þá getum við ekki vitað að hlutur fyrir framan okkur sé samsettur af frumeindum fyrr en við gáum að því, við getum einungis ályktað það. Þó við tökum sama hlutinn og sannreynum það vitum við ekkert um hlutinn á þeim tímapunkti sem hann var aðeins hlutur fyrir okkur. „Samfella raunveruleikans“ er ályktun, hugsanlega eins tór ímyndun.
- Já, hvað ‘getum við vitað’? Það er mun færra en maður myndi ætla í fyrstu, ef maður ætlar að vera strangur. Við getum ekki einusinni vitað hvort aðrir hafi meðvitund eins og við. Við trúum því bara, svona flest alla vega. Það er kannski bara rökleg linnka og eymingjaskapur? Kannski. Fáu hægt að treysta algerlega nema eigin meðvitund og röhugsun þeirri sem við notum til að efast um heiminn ( kanna hann ). Því að efinn kannar ekki sjálfan sig án þess að vega að grunni sínum. Líkt og augað horfir ekki á sjálft sig. Þannig að frá þessari fyrstu eyju þekkingar, ef svo mætti orða, þá liggja brýr, sumar röklega byggðar ( en þar koma alltaf frumforsendur sem miðað er við að séu ‘sannar’ vegna þess að þær teljist augljósar ). Jafnvel eru engar brýr, bara bil sem hægt er að stökkva yfir. Líkt og gildir um meðvitund annara. En til þess að geta talað við venjulegt fólk, og til dæmis við fólk eins og hér á huga, þá gefur maður sér vanalega ákveðin ‘hversdaglegan’ sameiginlegan skilning. Í því felst líkast til samþykki um að álíta að allt fólk hafi meðvitund ( nema það sé beinlínis veikt eða undantekning ), og líkast til fylgir grunnur helstu vísinda ( sálfræði stundum undanskilin ;) ), stærðfræði, rökfræði, saga ( að sögubækur séu nokkrunvegin í samræmi við það sem gerðist í raun og veru ) og þannig mætti áfram telja. Þessi sameiginegi grunnur er ekki endilega sannaður í einhverju röklegu kerfi, en er haft fyrir satt svona nema annað sé sérstaklega tekið fram, svona etv þegar meiri nákvæmni í samræðum eða umfjöllun er krafist á afmörkuðum sviðum ( til dæmis ). Þannig að margt kann að vera tóm ímyndun. ;) Það sem ég var hinsvegar að benda á ( ef ég man rétt ) var að ‘hlutir’ er í raun einskonar ílát fyrir skynjanir, en ílátið er ekki endilega raunveruleikinn ( eða skynjunin sjálf ), frekar en grasið sé ‘grænt’ á litinn í alvörunni, við skiljum/skynjum það bara á þann hátt, og það hefur merkingu fyrir okkur. Við getum hinsvegar vel svift burt þeim gleraugum í huganum, þannig að við fáums við heiminn í huga okkar ( líkt og við fáumst við stærðfræði eða elisfræði reikninga ) og hugsað um heiminn litlausan en fullan af bylgjum og rafsegulgeislun af mismunandi bylgjulengdum. Og slík hugarflugsleikfimi gefur manni oft ný og algerlega óvæntan skilning á raunveruleikanum. Og það er nú einmitt eitthvað á þessa leið sem heimspeki er stundum stunduð í hugum manna ( í það minnsta í mínum ). Þá meina ég, að svifta burt skilgreiningum og merkimiðum sem við höfum vanist, með hversdagsleika og samgróningi hafa þeir jafnvel valdið okkur einhverskonar hugsunarblindu eða hugsunarleti, og því sjáum við oft ‘betur’ eða eitthvað nýtt þegar við sviftum þessum hulum frá huga okkar. Þannig að við erum ekki að tala um að skálda einhverja vitleysu upp og kalla það speki, ( röklegt/hugsunar ) samhengi verður að vera til staðar.
Jæja þetta ætti að duga í bili.