Dulspekingar telja yfirgnæfandi líkur á að svo sé en vísindamenn virðast hafa meiri efa. Sjálfur er ég trúaður og trúi því statt og stöðugt að líf mitt endi ekki þegar ég kveð þennan heim heldur fari ég á þann stað sem sumir kalla himnaríki, aðrir sumarlandið og enn aðrir eitthvað allt annað.
Trúin hefur gefið mér svo margt. Hún hefur oft og mörgum sinnum huggað mig við erfiðar aðstæður og trúin gefur lífinu tilgang. Kristin trú snýst um kærleik og von.
Vissulega hefur kirkjan gert marga hræðilega hluti, og Bush setti svartan blett á trúnna þegar hann fór í stríð vegna þess að “Guð sagði honum að gera það”. En trúin snýst ekki um mennina, því mennirnir eru stórgallaðir. Hún snýst um Guð.
Hvað finnst ykkur? Er líf eftir dauðann? Snertir það Guð af einhveju leyti? Trúið þið?
Veni, vidi, vici!