Ég hef oft heyrt setninguna “Ekkert varir að eilífu” en svo byrja ég að hugsa út í það. T.d. hlutir verða til og eyðileggjast, dýr fæðast og deyja, stjörnur og plánetur skapast og á endanum springa eða lenda í svartholinu og öðruvísi sagt: “Eyðast”.
Hvað þá um það allra mesta? Sjálfan heimin. Það allra stærsta sem til er (tel ég). Auðvitað trúa margir á “marga heima” sem ég reyndar trúi jafnvel stundum á.
Eyðist þá heimurinn að lokum? Skapast heimurinn (Sprengingin Mikla varð/Guð eða Guðir sköpuðu hann) og eyðist síðan? Það er allavega þannig að þegar hlutur eyðileggst þá er búið til nýjan, dýr deyja og ný fæðast, stjörnur og plánetur eyðast og nýjar verða til.
Gæti þá ekki það nákvæmlega sama gerst við heiminn eða myndi hann vara að eilífu?
Þá er ég að meina að í upphafi sé talið að EKKERT hafi verið til. Svo hafi það einhvernvegin skapast (fólk trúir á mimunandi aðferðir svo að ég er ekki að fara að telja neitt “eitt” vera rétt), geimurinn t.d. og stjörnur, plánetur. Svo hafi allt þróast eða verið skapað. Gæti þetta bara haldið áfram (eins og sjálft lífið) og horfið eða eyðst (eins og þegar fólk, dýr eða plöntur deyja). Eða gæti heimurinn varið að eilífu? Og ef ekki, myndi þá bara nýr heimur skapast eða myndast?
Ég vil síðan spyrja í leiðinni: Er einhvað til sem er eilífð? Gæti allt kannski hætt jafn skyndilega og það byrjaði? Allt hlýtur að hafa orðið einhverntíman til, væri það þá ekki “Upphafið”. Síðan myndi allt kannski einhverntíman hætta. Það gæti nefnilega einhverntíman orðið að því að það kæmi “Endir” fyrst það hafi verið upphaf. En ég veit ekkert meira um það og ætla ekkert að fara leiða umræðuna út í algjöran heimsendi…það gæti samt vel verið að nýr heimur kæmi bara í staðin.
Af hverju er síðan alltaf talað um “heimsendi” þegar jörðin er t.d. að springa eða eitthvað í bíómyndum og þannig? Það er alltaf talað eins og að jörðin ein sé það eina merkilega í heiminum og sé heimurinn þess vegna. En það var sagt fyrir löngu man ég í “Lifandi Vísindum” að annar nákvæmlega eins heimur væri í einhverri mikilli fjarlægð. Man þetta ekki vel en ég man að fyrirsögnin var “Átt þú klóna í *****km. fjarlægð?” Eða eitthvað þannig…þá var sagt að það væri nákvæmlega eins pláneta einhverstaðar lengst í burtu.
Hér er ég kominn með margar spurningar sem hægt er að tala um hérna og lífga upp á áhugamálið. Langar að sjá hvað aðrir hafa að segja…
Og eins og ég sagði áðan:
Endilega svarið þessu! Þetta hefur verið dálítil pæling lengi og mig langar gjarnan að sjá hvað aðrir, sem eru jafnvel vanir að svara heimspekilegum spuningum á þessu áhugamáli, gætu sagt um þetta. Ekki vera hrædd við að koma með ykkar skoðanir! =) Bara engin skítköst… ;o
-Twinzie kveður að sinni!
ég er ekki svín! ÉG ER HERRA SVÍN! VAAAAH!!! >.<"