Umræðurnar snerust aldrei um að finna handa þér hugmyndafræði. Markmiðið hjá mér er að eyða fordómum, þú þarft ekkert að lifa samkvæmt hugmyndafræði þótt þú skiljir hana, þú skilur annað fólk hins vegar betur, og það gæti borið meiri virðingu fyrir þér fyrir vikið. Það sem fór fyrir brjóstið á mér er að þú kallaðir kristni endalausa heimsku og þrjósku, í póstinum sem ég fyrst svaraði.
Það er ekkert rétt við þessi rök þín þótt hugtökin sem þú beittir þeim á séu flokkuð sem hugmyndafræði og trúarbrögð. Rétt eins og dýr eru flokkuð og skilgreind af náttúrufræðingum eru trúarbrögð og hugmyndir skilgreindar af hugvísindamönnum. Sátt næst um skilgreiningarnar og hún er forsenda þess að við getum talað saman, engin sátt hefur náðst í kringum þínar skilgreiningar, nema kannski hjá þér sjálfum. Þú hefur ekki einu sinni sett þær fram almennilega, og því ekki nokkur möguleiki á að skilja þig.
„Útúrsnúningar“ mínir eru betur þekktir undir heitinu reductio ad absurdium sem flokkast ekki undir útúrsnúninga á almennu máli.
Það er ósönn fullyrðing að kristni sé bara eitthvað eitt, að merking orðsins sé ein og að þú ákveðir þá merkingu. Kristni er einfaldlega vilji til að fylgja kenningum Jesú Krists.
Hægt er að horfa á Biblíuna frá ótal sjónarhornum, það þarf að koma auga á þær ótal mótsagnir sem eru milli gamla testamentisins, orðum Jesú og orðum postulanna, og ákveða fyrir sig hvað sé rétt og rangt. Kaþólikkar þurfa jafnvel að taka alla dýrlingana með í reikninginn, en þeir eiga að hafa verið innblásnir af guði og því ekki hægt að láta orð þeirra sem vind um eyru þjóta.
Síðan þarf jafnvel að taka sagnfræðilegar staðreyndir alvarlega, sé maður ekki bókstafstrúarmaður, og jafnvel gera samanburð við önnur trúarbrögð (eins og er gert í Zeitgeist). Þannig getur maður komist að þeirri niðurstöðu að stjörnuskoðun sé besta leiðin til að skilja kenningar krists.
Það sem þú virðist ekki skilja er hversu víðfemt hugtak kristni er, og að þú ákvarðar ekki merkingu orðsins.
Þú segist geta túlkað þína kristni sjálfur, þurfir ekki einu sinni að líta á sjónarhorn annara og segir í framhaldi að kristni sé heimskuleg, gæti ekki barasta verið að þín túlkun sé illa pæld og röklaus?
Hvort Leibniz hafi verið ómerkilegur eða ekki er álitamál, en hann var topp-rökfræðingur og rökstuðningur hans því mjög góður. Þú gætir jafnvel lært eitthvað af honum.
Gott dæmi um visku í kristni er að maður á að mæla virði gjafar ekki bara eftir stærðinni, heldur líka eftir hlutfalli hennar við getu þess sem gefur. Hlutfallið er mun betri mælikvarði á hvaða merkingu gjöfin hefur.
Jájájájá, réttréttrétt. Þrætur okkar voru asnalegar. Eða réttari sagt voru mínar þrætur asnalegar. Auðvitað er kristni mjög vítt hugtak og hægt að skilgreina á mjög margvísilega. Og auðvitað eru þessir rökfræðingar sennilega miklu gáfaðari en ég. Ég var bara að sýna einhverja asnalega þrjósku og að reyna að fylgja minni upprunalegu staðhæfingu.
Anyways, lítum á þetta dæmi sem þú komst með. Ef þessi regla á við um gjafir, ætti hún að eiga við um hegðun líka. Segjum að þú þekkir einhvern sem þú veist að er heimsk og bara léleg manneskja. Svo kemur hann í heimsókn til þín og hegðar sér eins og algjört fífl er dónalegur, frekur og lætur meira eins og api en maður. Og þá ættirðu að sætta þig við það því að miðað við hvernig manneskja en er þá er þetta gott hlutfall? Ég held ekki. Á sama hátt er hægt að segja með gjöfina, sem ég býst við að sé ekki verið að meina bara basic afmælisgjöf t.d. heldur bara gjafar “gestures” sem við gefum, mér finnst þetta heldur slappur mælikvarði. Annars ef það er bara verið að meina bókstaflegar gjafir þá gengur þetta upp, t.d. ef einhver fátækur gefur mér gjöf sem er geðveikt crappy, er það hugsunin á bakvið gjöfina sem gildir. En mér myndi þá finnast þetta frekar slöpp viskar þar sem gefing gjafa gerist frekar sjaldan og er mjög lítill hlutur af lífinu, og skiptir mig, persónulega, engu máli. Þeas ef það er verið að tala um physical gjafir, t.d. iPod eða eitthvað, og það hljómar þannig því að það er eina þar sem þessi ráðlagning makear sense. Sem er mjög asnalegt eitthvað. Ég veit ekki, kannski er ég að misskilja eitthvað, en ég held að ég hafi reyndar reynt að túlka þetta á frekar margvíslegan hátt.
Endilega svaraðu mér og útskýrðu hvernig þú túlkar þetta! :)
0
Slík hegðun kallast neikvæð hegðun. Neikvæð gjöf… er það ekki bara þjófnaður?
Síðan var þetta peningagjöf, slíkar gjafir geta skipt miklu. Það sem faríseiarnir gerðu í þessari sögu var hins vegar að hæða ekkjuna en lofa einhvern ríkan gaur sem gaf smáhluta peninga sinna. Jesú var í raun að tala um hvort manneskjurnar ættu lofið eða löstinn skilið.
Bætt við 9. september 2007 - 23:15
Langar til að bæta einu við. Ég sá að í svari þínu einhverntíman fyrir löngu, kallaðir þú mig kristinn. Ég er það ekki.
0
Þú svarar mér svo seint að ég nenni ekki að lesa þetta aftur, en flott að heyra að þú sért ekki kristinn. Það er sora siður.
0