segjum að jörðin sé eins og hún er nema hvað að það sé enginn hiti í kjarna jarðar. ég myndi halda á borvél og bora ofan í jörðina alveg í gegn, myndi þá borinn koma upp úr jörðinni á Nýja Sjálandi eða á álíka stað? og þyrfti ég svo að hífa mig upp úr holunni?
þessar spurningar segja sig sjálfar.
en hvað myndi gerast ef ég myndi kasta steini ofan í holuna?
Þú heldur nú ekki á neinu sem að borar jafn stórt gat og þú sjálfur ert, en ég veit ekki hvernig þyngdaraflið mun hafa áhrif á þig þarna í miðju jarðar. Jafn mikið togað í allar áttir?
Hluturinn myndi falla alveg í gegnum holum og koma hinu megin upp, ástæðan er sú að á leiðinni niður fær hann nægilega hröðun til að fara sömu vegalengd gegnt þyngdarkraftinum. Þ.e.a.s. það leysist jafn mikill orka úr læðingi þegar þú sleppir hlut og lætur falla til jarðar og þarf til að koma honum aftur á sama stað. Þá er ég náttúrlega að gera ráð fyrir að jörðin sé hringlaga og miðja jarðar sé í raun í miðju leiðar steinsins.
nei steinninn mundi festast í miðjunni vegna þess að steinninn fellur kanski í svona 20 sek þegar hann er kominn í sinn mesta fall hraða og það er svona kanski 800 metrar og samkvæmt því ætti hann að fara svona 800 metra frá kjarna jarðar og sogast svo aftur í miðjuna… skiluru?
En hann gerir ráð fyrir því að það sé enginn hiti…og þá gef ég mér það að þá sé harði kjarninn sem er sá heitasti lengst inní jörðinni ekki til staðar….og þar sem að þessi kjarni samkvæmt kenningunni veldur þessu þyngdarleysi…þá mundi ég giska á að ef að hann mundi henda steininum væri svipað og mundi gerast á tunglinu..náttúrulega allt annað en 9,8 m hröðun á sekúndu…og í rauninni væri enginn þyngdarpunktur til að snúa plánetunni…þannig…að við værum bara með annað tungl…
Hver segir að göngin séu full af lofti? Að sjálfsögðu er hægt að gera ráð fyrir ótal þáttum sem koma í veg fyrir að steininn komist í gegn, til dæmis hvernig er borað. Ég hugsa að hann hafi einfaldlega verið að hugsa sér tóm göng sem fara beint í gegnum jörðina o.s.frv. Segjum að þú sleppir ekki steininum beint ofan í, eða þá að steininn sé ekki fullkomlega ávalur eins og flestir steinar, þá er náttúrlega augljóst að hann getur ekki ferðast beint, þá skiptir loftmótsstaðan enn þá meira máli og sjálfsagt rekst hann utan í göngin.
Ef ég skipti loftmótstöðu út fyrir straummótstöðu verðurðu þá ánægður? Þetta eru göng og í jörðinni. Ekki getur verið fast efni þarna eða tómarúm.
Og einmitt það að hann rekst pottþétt í veggi ganganna sannar einmitt það að hann nær heldur ekki einu sinni að halda lokahraðanum sínum lengi ef hann nær honum yfirhöfuð.
Það sannar ekki eitt eða neitt, ég geri ráð fyrir að korkahöfundur sé að velta fyrir sér hvernig þyngdaraflið virkar. Þess vegna geri ég ekki ráð fyrir öðrum kröftum og að sjálfsögðu geri ég heldur ekki ráð fyrir að hann sé með alvöru stein eða að stefna steinsins sé ekki sú sama og göngin o.s.frv. Annars er lítið gagn í þessari hugarleikfimi, það er ómögulegt að vita um afdrif steinsins ef við gerum ráð fyrir að allt sé eins og í raunveruleikanum og að ekkert annað sé gefið en það sem hann sagði okkur, því það er einfaldlega ekki nóg.
Samkvæmt því væri rétt svar: fuck, ég veit það ekki, við höfum ónógar upplýsingar.
Tja, því nær sem þú ert miðju jarðar því meira togar þyngdaraflið í þig, þannig að þegar þú nærð miðjunni þá ertu ekki að fara mikið í gegnum hana, þú myndir að líkindum bara stöðva þar og falla inn í þig eða hvernig sem maður orðar það (e. implode)
ok segjumað þú myndir láta stein falla niður í holuna, þá er hröðun hans 9.8m/sec u.þ.b og það þýðir að hann myndi hámarksfallhraða á uþb 21 sec, minnir að hámarks fallhraði í lofhjúpi jarðar sé í kringum 200m/sec sem þýðir að þegar hann kemst að miðju jarðar og er á leiðinni upp hinumeginn hægist á honum um 9.8m/sec sem gerir það að verkum að hann kemst kanski 20 km upp í holuna hinumegin
Þegar ég las þetta mundi ég eftir Andrés sögu sem fjallaði um svipað efni. Þar fann Georg Gírlausi upp al-leysi vökva og Jóakim sletti honum á jörðina. DUNN-DUUUUNN!
steinninn myndi “stöðvast” á endanum í miðju jarðar en myndi leggjast upp að þá hlið ganganna sem að þyngsti jarðvegurinn er, því hann myndar mest aðdráttarafl.
prófum dæmi hérna sem ég er búinn að ímynda mér: Segjum að þú værir í kúlulaga herbergi í miðju jarðar með 10 metra radíus. Veggir herbergisis mynda engan núning. Ég tel að ef þú værir akkurat í miðjunni á því herbergi, svífandi myndirðu hægt og rólega fara að þyngsta jarðvegssvæðinu og gætir léttilega hoppað af því svæði því þú værir ekki með aðdráttarafl jarðar, því það er þegar öll jörðin með allann sinn massa er að toga til þín, en núna ertu í 360° á alla kanta og tekur bara um 1/6 (mjög gróflega ályktað) af aðdráttarafli jarðar, svo ég myndi telja að um leið og þú hoppaðir af punktinum væri 1/6 jarðaraðdráttarafls að draga þig aftur á punktinn en um leið eru allir aðrir punktar herbergisins að reyna að draga þig til sín með mjög svipuðu aðdráttarafli en bara aðeins meiri vegalengd, (frá 1-20m), svo að ef þú værir í 10m radíus kúluherbergi í miðju jarðar gætirðu hoppað léttilega frá hvaða punkti sem er og endað á þeim punkti sem þú miðaðir á eða mjög nálægt og staðið á þeim punkti, en ef þú hreyfir þig ekkert myndirðu lenda aftur á punktinum sem hafði þyngsta jarðveginn.
Sé steini kastað niður að þá færi hann alveg að yfirborðinu hinum megin - og svo aftur til baka ogsfrv. Semsagt sveiflast milli yfirborða. En sé loftmótstaða tekinn með að þá verður sveiflan sífellt minni og að lokum verður steininn fastur í miðjunni.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..