Abbababb! Lestu betur. Ef þetta er rétt tilvitnun sérðu að það er munur á Mey og Meyja. Orðabók Menningarsjóðs (2. útg. 1983, Árni Böðvarsson ritstj.) gefur upp merkinguna: mær, fyrir orðið “meyja” en merkingarnar: mær, ung stúlka, jómfrú, fyrir “mey”. Þess má geta að allar orðmyndir beggja orðanna “mey” og “meyja” eru komnar af aukaföllum orðsins “mær”.
Eins og sjá má getur orðið “mey” þýtt jómfrú, sem er sá skilningur sem við leggjum í orðið þegar það er notað um Maríu mey. María meyja er hins vegar ekki jómfrú, heldur aðeins ung stúlka eða mær.
gthth: Annars var ég bara að benda á að “steypireiður” er kvenkyns orð. Og ef kyn orða á að segja eitthvað um kyn þess sem orðið vísar til - eins og þú stingur upp á í sambandi við guð - þá hljóta að allar steypireiðar að vera kvenkyns.
en guð er ekki tegund!? Ég tala alltaf um kisu, þó ég viti vel hvað kettirnir heita og skiptir mig engu máli hvort það sé fress eða læða. Perónubundið, en í rituðu máli á guð þá ekki vera “það guð”? Trúir orðabókin á guð?
gthth:Íslenska orðið “guð” var upphaflega hvorugkynsorð.
Upphaflega var orðið “köttur” beygt köttur, kött, köttu, kattar og flestum til mikillar furðu er bara stutt síðan þessu var breytt, aðeins nokkrir tugi ára.
Nóg um það… hefur þú lesið biblíuna?
1. Mósebók 45:8
Það er því ekki þér, sem hafið sent mig hingað, heldur Guð. Og hann hefir látið mig verða Faraó sem föður og herra alls húss hans og höfðingja yfir öllu Egyptalandi.
1. Mósebók 50:24
Og Jósef sagði við bræður sína: Nú mun ég deyja. En Guð mun vissulega vitja yðar og flytja yður úr þessu landi til þess lands, sem hann hefir svarið Abraham, Ísak og Jakob.
2. Mósebók 3:6
Því næst mælti hann: Ég er Guð föður þíns, Guð Abrahams, Guð Ísaks og Guð Jakobs. Þá byrgði Móse andlit sitt, því að hann þorði ekki að líta upp á Guð.
tekur þú eftir að það er talað um “hann” en ekki um “hún”?
Er þá biblían að segja rangt til um kyn guðs?
Eru þeir sem sömdu og/eða skrifuðu biblíuna þá að búa til kyn á þennan einstaka guð?
e.s.
Gísli Jónsson er dáinn og viti menn! Það er 2001! Rómantíska 1800 er úrelt, vísindalega 1900 er búin og hver veit nema einhver af Bríetstelpunum fá einhverntíman ráðherrastöðu og heimti að láta kalla sig ráðfrú og þær finna alveg örugglega einhvern sætan titil á kvenkyns presta (annað en prestínur)! Tímarnir breytast… og fólk ætti að gera það í takt, hvað sem hann nú er!
e.e.s.
Ef okkar þrjóska væri brjósk gætum við ekki setið lengur á okkur… (hahaha! fattaru! brjósklos!)<br><br>“minningar eru ofmetnar”
Ég skil ekki, viltu ekki að við hugsum okkur Maríu sem jómfrú?
Þú segir: “María meyja er hins vegar ekki jómfrú, heldur aðeins ung stúlka eða mær”. - Einmitt, þess vegna segjum við María mey en ekki María meyja.
Þú sagðir alla vega að “”María Mey" [væri] gjörsamlega rangt, því það er einfaldlega málfræðilega rangt.“ - En það er alls ekkert málfræðilega rangt við orðmyndina ”mey“! Kannski passar merkingin ekki við þína hugmynd um téða Maríu. En það skiptir engu máli.
En ég ítreka það samt sem ég sagði áður, að ég hef aldrei sagt að allar þýðingar biblíunnar séu réttar.
Já steypireiður er tegund. En það sem ég er að reyna að segja þér er að kyn orðsins hefur einmitt ekkert með kyn þess sem orðið vísar til að gera! Það væri fáránlegt. Og það sést einmitt vel á tegundum!
Er guð ekki tegund? Jah, það fer nú eftir trúarbrögðum. Hann er það ekki í kristinni trú. En skiptir það máli? Orðið er heiti tegundar (eða kannski má líta á þetta sem starfstitil). Síðan vill svo til að guð er einn sinnar tegundar. En nafn hans er allt annað. Það nafn sem við höfum kosið að gefa honum er Jahve.
Já það erum við mennirnir sem höfum fundið upp á því að vísa til guðs með karlkynsorðum, og með samlíkingum við föður. Það segir ekkert um kyn guðs.
Taktu eftir því að við tölum um guð, sama í hvaða kyni hann er, en það er heldur ekki þar með sagt að hann sé yfirleitt til. Þennan tiltekna guð kristinna manna trúi ég sjálfur ekki á.
Já orðið ”köttur“ beygðist einu sinni á annan veg. Á það að hrekja eitthvað sem ég sagði?
Varðandi starfstitla: varst þú ekki sammála þeim í Bríeti? Mig minnir það. En af hverju ætti að breyta ”ráðherra“ í ”ráðfrú“? Það hefði ekki sömu merkingu. Það er ekki verið að nota ”-herra“ hérna í þeirri merkingu sem er andstæð ”frú“ eins og þegar maður segir ”herrar mínir og frúr…“. Það er verið að nota það í sömu merkingu og ”herra-“ í ”herraþjóð". Herraþjóð er ekki þjóð sem samanstendur af herramönnum og fínum frúm. Herra er (hér) sá sem ræður einhverju. Konur geta ráðið einhverju líka.<br><br>__________________________
Aut tace aut loquere meliora silentio.
___________________________________
0
Hingað til hef ég ekki séð neina læknaskýrslu sem skýrir frá því að María hafi verið hrein mey þegar hún gekk með Jesú litla og á erfitt með að trúa því að hún hafi verið hrein mey. Sennilega var Jósef faðir Jesú að mínu mati. Ef meining orðs er tekin úr samhengi, er hún þá setningarfræðilega röng (sorry kannski ekki málfræðilega).
Starfstitillinn Guð!?! þvílíka kaldhæðnin.
Samlíking eða ekki, ef þú spyrð í þeim skilningi að við séum að tala um Guð úr biblíunni, ekki neinn annan guð, þá hef ég heyrt ansi fáa segja:“Hann er hvorukyns nafnorð sem finnst í orðabókum.” Og ég held að þeir hinir sömu eigi ekki eftir að segja að hann sé einhverskonar tegund.
btw ég var aldrei að tala um alla guði heimsins, bara þennan sem minnst er á í biblíunni.
“Ágætt” er orðið bara sæmilegt þegar það var “best”, þegar þú “pælir” ertu að hugsa nú til dags en áður fyrr var talað um að pæla þegar þú varst að undirbúa jarðveg fyrir sáningu, rannsókn var að fara í heimsókn, samfarir voru fyrir sambúð, heimskur stóð fyrir mann sem ekki hafði farið til útlanda og vissi þar að leiðandi fátt o.s.frv. Mér finnst vel hugsanlegt að orðið “ráðfrú” gæti komist í sömu meiningu og “ráðherra” eftir nokkra tugi ára sama hver bakgrunnur orðsins er…
<br><br>“minningar eru ofmetnar”
0
Ég sagði nú aldrei að guð væri hvougkyns nafnorð í orðabók. Það er bara þinn útúrsnúningur. Ég er að segja að orðið sem við notum til að vísa til almættisins hafi upphaflega verið hvorugkynsorð.
Tegund? Nei, kannski ekki. Ég tók nú fram að það færi eftir trúarbrögðum. En hann er samt einn sinnar tegundar, það er enginn annar guð :)
Og orðið “guð” er ekki nafn hjá kristnum mönnum. Bara orð sem þeir nota til að vísa til þessarar veru sem þeir trúa á.
Og eftir standa þau rök að kyn orðsins sem við notum til að vísa til einhvers felur ekki nauðsynlega í sér að það sem vísað er til sé af sama kyni. Það felur reyndar ekki í sér að það sem vísað er til sé af neinu kyni. Orðið “gluggi” er til að mynda karlkyns orð en við erum örugglega á einu máli um að gluggar hafi sem slíkir ekkert kyn. Ennfremur er hægt að nota orð án þess að trúa því að það sem orðið vísar til sé yfirleitt til í raunveruleikanum. Ég get til dæmis talað við þig um guð og einhyrninga án þess að trúa því að þessar verur séu til. Orðanotkun okkar þegar við lýsum almættinu segir miklu frekar eitthvað um hugarheim okkar. Og þessum rökum hefurðu ekki ennþá svarað.
Jájá, ég hef aldrei neitað því að “ráðfrú” gæti orðið gott og gilt orð í eislensku einhvern daginn. En mér finnst bara svo tilgangslaust að vera að rembast við að koma því til leiðar. “ráðherra” er orð sem útilokar ekki konur. Um það er ekkert meira að segja.
<br><br>__________________________
Aut tace aut loquere meliora silentio.
___________________________________
0
Útúrsnúningur já. Ég sé alveg nóg af þeim í fyrri bréfum, bæði hjá þér og mér. Ég held að maður þurfi að vera með ansi pottþétt rök fyrir máli til þess að einverjir útúrsnúningar séu ekki fyrir hendi…
Samt sem áður tókstu frekar snemma þann pól í hæðina að tala um guð (greinilega alla guði) út frá orðabóklegri útskýringu.
Ef þeir nota orðið “Guð” (með stórum staf) til að vísa til þessarar veru, eru þeir þá ekki að nefna veruna? Er virkilega svo mikill munur á nick-nafni og því nafni sem þú ert skýrður? Er guð skýrður?
Þögn er sama og samþykki.
<br><br>“minningar eru ofmetnar”
0
Skírn hefur til að byrja með ekkert með nafn að gera. Þeir sem ekki eru kristnir og þar með ekki skírðir heita sínum nöfnum alveg jafn mikið og allir aðrir. Eina tengingin á milli skírnar og nafna er sú að kirkjan hefur tekið það upp á sína arma að vernda þau réttindi manna að fá að heita eitthvað með því að neita að skíra þá nema þeir hafi nafn.
Ég geri sjálfur engan greinarmun á guði með stórum og litlum staf. Guð með stórum staf á að gefa til kynna kristinn guð en ekki bara einhvern guð. En það er ekki þar með sagt að verið sé að nefna hann á nafn með því. Nafn guðs í kristinni kenningu er Jahve.
Er þögn sama og samþykki? Má þá skilja sem svo að þú fallist á þau rök sem þú gerir ekki tilraun til þess að svara?<br><br>__________________________
Aut tace aut loquere meliora silentio.
___________________________________
0
Ég geri mér vel grein fyrir því að skírn hefur voðalega lítið með nafngiftir að gera.
Er hægt að skilja þetta örðuvísi?
Hvað sem öðrum málum skiptir stend ég föst á því sem ég hef skrifað.<br><br>“minningar eru ofmetnar”
0