Eitt sinn þótti mér voðalega gaman að skella mér í grasið í túninu heima á hlaði og sökkva í stráin sem teigðust í skýinn, var mér þá oft brugðið að “pæla”. Að “pæla” er ekki eitthvað slangur sem íslendingar einir hafa fundið uppá heldur er þetta komið frá finnska orðinu pueli, sem er borið fram pæle. En “pældi” maður oft í hinu og þessu, leit til skýjanna, “pældi” hvernig eru skýin hinumegin?. Maður “pældi” hvernig er sólin svona gul?. Maður “pældi” frameftir öllum degi þar til svefn bar á. Var ég svo að lesa bók um Metostareus G. Patrix hin þriðja, og er talað að hann hafi látið hugann reika oft á tíðum þegar einn hann var í fjallaleiðangri vestur til ítalíu. Get þá sagt að hann var að “pæla”. “Pæling” er semsagt búin að vera til um ár og aldir og er það ekkert nýtt fyrirbæri. Hef ég þá oft “pælt” í… hvað er “pæling”? Er ég að “pæla” í “pælingu” eða er “pæling” að “pælast” inní “pælingu” “pæla”? Nú segi þið mér góðir lesendur.
Kv. Hannes Sanderson Tækniræsti