Hvaða bók styðst þú við? Þetta brot er vissulega eftir Herakleitos en er samt ekki nr. 45. Þetta er brot nr. 51. Í það minnsta í minni bók (The Worlds of the Early Greek Philosophers eftir Wilbur & Allen). Brotin eru öll úr brotasafni Þjóðverjanna Diels & Kranz sem heitir Die Fragmente der Vorsokratiker (þess vegna er vísað í þau með DK-tölunni).
Brot nr. 45 er svona: You could not in your going find the ends of the soul, thoug you travelled the whole way: so deep is its…(logos).
Brot nr. 51 er þýtt svona (af Eyjólfi Kjalar Emilssyni í greininni Frumherjar grískrar heimspeki sem hann skrifaði ásamr PatriciuKenig Curd og er að finna í Grikklandi ár og síð): Þeir skilja ekki hvernig það er samhljóða sjálfu sér um leið og það er ósamhljóða. Það er stillt til þess að hlaupa tilbaka eins og bogi eða lýra.
Helstu kenningar Herakleitosar eru kennigarnr um sameiningu andstæðna, logos eða alheimslögmálið, og flæðið. Einnig má nefna greinarmun hans á afstæði og algildi.
Brotið er best að tengja við sameiningu andstæðna. Þá kenningu má skilja á ýmsa vegu: a) Hlutir hafa andstæða eiginleika (fyrir alla hluti x og alla eiginleika F gildir: ef x er F þá er x einnig ekki-F; einnig til í veikara formi: fyrir alla hluti x og suma eiginleika F gildir: ef x er F þá er x einnig ekki-F). b) Andstæður tengjast (en hlutir þurfa ekki að búa yfir báðum í senn). c) Andstæður eru háðar hver annarri. En í hvaða skilningi eru þær háðar? Verufræðilega háðar: Eiginleikinn C getur ekki verið til nema andstæði eiginleikinn C' sé einnig til. Þekkingarfræðilega háðar: Eiginleikann C er ekki hægt að þekkja (eða skynja) nema andstæði eiginleikinn C' sé einnig þekktur (eða skynjaður). Sumir segja að verufræðilega túlkunin feli þá þekkingarfræðilegu í sér.
Brotið segir eitthvað um að vera samhljóða og ósamhljóða sjálfu sér. Hlutir taka við andstæðum eiginleikum, hlaupa tilbaka.
Hvernig tengist sameining andstæðna lögmálinu eða logos? Logos er vitið í heiminum, það sem gerir okkur kleift að skilja tengsl andstæðna og síbreytileika heimsins. Skynjanir einar saman geta ekkert sagt okkur af viti um heiminn, hann er óskiljanlegur þeim sem treystir bara á skynfæri sín. Andstæður koma fram í skynjun en sameinast í hugsun. Þetta tengist líka flæðinu því heimurinn er eitt flæði; allt er á hverfanda hveli!
Sjá einnig grein mína “Herakleitos frá Efesos: Logos og átök andstæðna” sem finna má hérna:
http://www.hugi.is/heimspeki/greinar.php?grein_id=24381<br><br>__________________________
Aut tace aut loquere meliora silentio.