Já ég er bara ekki sammála þér :)
Hvað með siði og venjur? Tilheyra þessi fyrirbæri ekki menningunni? Ekki segja mér að alla sið og allar venjur megi smætta niður í “táknveruleikann”.
ps. Uppruni enska orðsins “culture” breytir svo sem engu um það sem ég var að segja. En orðið er komið úr latínu, af orðinu “cultura” sem þýðir nokkurn veginn það sama og “menning” á íslensku. Orðið “cultura” er sjálft af nafnorðinu “cultus” sem þýðir “fágun”, “skreyting”, “menning”, “munaðarlíf”, “lúxus”, “ fín klæði”, “menntun”, “þjálfun” eða “umhyggja”, en einnig “virðing”, “lotning” og jafnvel “dýrkun”. Einnig er til lýsingarorðið “cultus, -a, -um” sem þýðir m.a. “fágaður” eða “skreyttur”.
“Agriculture” er hins vegar komið úr tveimur latneskum orðum “ager” sem þýðir akur og “cultus”; Hugsunin er sú að um sé að ræða akur sem menn hafa lagt rækt við (í víðum skilningi þess að leggja rækt við, ekki bara í þeim skilningi að sá og skera upp), sem sagt akur sem menn hafa hugað að eða hirt um. Í því sambandi má bera saman latnesku orðtökin “cultus corporis” sem þýðir “umhirða líkamans” og “cultus vitae” sem þýðir “lifnaðarháttur”.<br><br>__________________________
Aut tace aut loquere meliora silentio.
___________________________________