Hver punktur sem lendir á speglinum fer akkúrat sömu leið til baka. Hugsaðu um það. Berðu svo saman
hvernig aðrir sjá þig. Ef þú tekur vinstri og hægri og SNÝRÐ um hálfhring ertu kominn með það hvernig
aðrir sjá þig.
Ýmyndaðu þér til dæmis hægri augasteininn á þér. Við snúning um hálfhring um ás samsíða þér (ás sem til
dæmis lægi í gegnum bæði augun á þér (ás er lína)) myndi hann varpast til vinstri. Í þessari stöðu
sjá aðrir þig (ímyndaðu þér að þú standir í sömu átt og manneskja sem þú ert að tala við en snúir þér
síðan að henni).
Í speglinum fer enginn slíkur snúningur fram, heldur varpast vinstri beint yfir í vintri og
hægri yfir í hægri. Gott er að ímynda sé að spegilmyndinn standi á móti þér en snúi sér
síðan þannig að hún standi vi hliðina á þér og horfi í sömu átt. Þessi manneskja myndi ekki líta
út eins og þú, heldur vera speglun þín (um þína symmetrísku miðju, með hægra auga í vinstra plássi
o.s.frv. Þetta ætti að skýra málin. Vonandi.
Bætt við 12. júní 2007 - 20:39
Það er samt enn þá meira vesen að átta sig á því að það sem fer FRÁ þér í raunveruleikanum (að speglinum)
virðist fara í áttina að þér þegar þú sérð þig í
spegli. Ég geng í gegnum það hugsunarferli í hvert
sinn sem ég raka mig.