Getur verið að það sé ekkert voðalega sniðugt að reyna að komast að endanlegri niðurstöðu í hugmyndum sem fela í sér að maður geti ekki gert sér grein fyrir einhverju? :P Við kannski gerum okkur ekki grein fyrir því?
“pointið” í þessu hjá mér var að gefa í skyn að það er kannski bara ekki hægt? Það er fullt af drasli sem er ekki hægt að finna lausn á, en það þýðir ekki endilega að það sé satt.
Ef við erum ein heild þá gengur restin upp (ég er ég, þú ert þú og ég er þú og öfugt). Ef ekki gengur miðjuskilyrðið ekki upp (ég er þú og öfugt). Fyrsta skilyrðið er augljóst í báðum tilfellum (ég er ég og þú ert þú).
Lýstu þessu aðeins betur. Veit ekki alveg hvað þú ert að tala um. En hvað að við séum ein heild? Mótrökin gagnvart því er að við upplifum öll eitthvað sérstakt við vitum ekki öll það sama sumir vita visst aðrir vita annað og genin okkar eru einstök. Og það er ekkert sem bendir til þess að við séum með einhverskonar andlega tengingu á milli hvors annars. Þannig að ég efa að við séum ein heild. En endilega útskýrðu betur fyrir mér það sem þú ert að hugsa, þetta vakti áhuga minn.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..