Það sem ég var að vonast til að mér tækist til að fá þig til að hugsa um, er hvort svona ‘kerfi’ sem við notum hugsunarlaust, eins og t.d. bara það sem við köllum ‘rökhugsun’ og ‘skynsemi’, séu ekki að rosalega miklu leiti bara lærð… ?
Hehe, ég fór nú reyndar aðeins að pæla í því.
Og jújú, þetta er ábyggilega að miklu leyti lært, sbr. hvað fólki hefur fundist mismunandi hlutri skynsamir eða rökréttir eftir því hvaða “stóru” hugmynd það hefur. Ég meina t.d. sumt trúað fólk heldur því fram að ákveðnir hlutir sýni með óyggjandi hætti fram á tilvist guðs, þegar mér finnst þessir sömu hlutir einmitt frekar vera mótrök. Það gæti verið að við hugsum þetta bara svona mismunandi.
Veit ekki hvort hugsunin í þessu er skiljanleg, en ég hef ekki tíma til endurskoða þetta.. Endalausu próf alltaf hreint.. :/