Ein kenning, sem fjallar meðal annars um hugmyndir, kemur úr bók Platós, Ríkið.
Sú kenning fjallar um það að allt sem er til í þessum heimi er í raun ekki annað en “skuggi” af frummynd sinni sem til er í frummyndaheiminum, hinum raunverulega heimi.
sem dæmi má taka er að samkvæmt Plató er til í frummyndaheiminum hin fullkomni bíll.
Síðan eru allir bílar sem til eru í okkar heimi, skuggaheiminum, ekkert annað nema lélegar eftirhermur eða “skuggar” af frummyndinni.
Og þetta gildir eki einungis um hlutbundna hluti heldur en einnig huglæga, t.d. Kommúnismi, guð, stærðfræðireglur og hinar ýmsu hugmyndir.
En ekki nóg með að fullkomið eintak af öllum hlutum sem fyrirfinnist í nútímanum séu til í frummyndaheiminum heldur en sömu leiðis allir hlutir og hugmyndir sem hafa verið til og eiga eftir að verða til.
T.d. allar hugmyndir í stjórnmála, viðskipta, eðlisfræði, efnafræði, læknisfræði eða verkfræði fyrirfinnast í þessum heimi, það eina sem á eftir að ske er að eitthver einstaklingur “sækja” hugmyndina í frummyndaheiminn. Hvernig hann gerir það er önnur saga en þú getur lesið betur um það á hlekkjunum sem ég setti hérna fyrir neðan eða einfaldlega með því að næla þér í eintak af “Ríkinu” eftir Plató.
Svona rétt að lokum langar mig að segja að persónulega er ég ekki fylgjandi kenningu hanns um frummyndirnar en þetta er afar áhugaverð pæling engu að síður!
http://en.wikipedia.org/wiki/Theory_of_Formshttp://is.wikipedia.org/wiki/Frummyndakenninghttp://www.visindavefur.is/svar.asp?id=5274http://www.visindavefur.is/svar.asp?id=5234-Kveðja Fireiron