Kallinn minn, rökin eru einfaldlega
tilfinningar.
Tökum sem dæmi að ég eigi systur (sem ég á ekki) og ég elska hana sem bróðir. (bróðurást, systkinaást)
Allaveganna, þessi systir mín er fegursta kona sem margir hafa nokkurn tíman augum litið.
Svo er annar maður, sem á engin systkini, og hann
skilur ekki hvers vegna ég get ekki elskað þessa systur mína líkamlega og af hverju ég neita að vilja njóta ásta minna með henni.
Ástæðan fyrir því að fólk vill ekki eiga mök með einhverjum sem er skildur þeim er vegna þess að þau bera ekki þær tilfinningar til þeirra, þannig er það bara. Menn bera ekki sömu tilfinningar og sömu ást til maka síns og móður sinnar.
Mér sýnist það á svörum þínum að þú eigir ekki systur (leiðréttu mig ef það er rangt). Svo að þú getur ekki skilið hverskonar tilfinningar systkini bera til hvors annars.
Rétt eins og að venjulegur maður sem á engin börn getur ekki skilið hvernig einstæðum föður líður þegar hann missir barnið sitt.
Sumt er bara ekki hægt að skilja fyrr en maður upplifir.
Bætt við 3. apríl 2007 - 13:35 Sömuleiðis þá þarf maður ekkert að eiga systkini til þess að eiga rétt á að hafa skoðun á þessu.
Það er rétt hjá þér að þú mátt eiga
skoðun á þessu. En skoðunin verður órökhæf þar sem systkinalaus maður skilur ekki hversskonar tilfiningar eru í spilinu þegar kemur að systkinum.