Ok, hér ætla ég að láta í ljós mínar helstu pælingar.

1: Ef ég og barþjónn rekumst á hvorn annan og barþjónninn missir fullt vínglasið svo allt spillist á gólfið, hver á sökina? Ég fyrir að hafa rekist á hann eða hann fyrir að hafa rekist á mig eða ég
fyrir að hafa komið á þennan bar eða hann fyrir að fylla/koma með glasið eða ég að hafa gert við bílinn í stað þess að láta hann eiga sig og þar af leiðandi að nenna að fara á bar
(hefði ekki nennt annars) gæti ég rakið svona allt til byrjun Homo Sapiens? Ég hef velt þessu fyrir mér, og ég komst þó nokkuð langt aftur í tímann.

2: Erum við bara eitt atóm í stærri heimi og fyrst alheimurinn er að þenjast út (kenning) erum við kannski í stærri heimi, atóm, sem er kannski að þenjast út við sprengingu í kjarnorkusprengju sem er að fara á Kóreu(dæmi)?

3: Af hverju komumst við ekki í gegnum fast efni? Ég meina auðvitað er alveg gjörsamlega sjálfsagt að við komumst ekki í gegnum hurð, slíkt er heimskulegt. En hvað veldur því í þessu ‘'fasta efni’' sem gerir okkur ekki kleift að komast í gegnum það? Og það sama á við um vatn & loft? Wtf?

4: .. Ég er búinn :) ef einhver veit mögulega svarið við einhverju, plz commentið (veit að eitthvað þarna er ekki hægt að svara, en gott að koma þessu útúr mér!).