Guð er til.
Guð er réttlátur, Hann gaf okkur frjálsan vilja. Það er þess vegna ekki Honum að kenna að allt sé “klikkað” í heiminum heldur okkur sem notum þennan frjálsa vilja illa og heimslulega.
Guð elskar alla, líka þá sem hata Hann. Og þar sem Guð er réttlátur útrýmir hann hvorki góðum né illum. Hver og einn hefur frjálst val um að útrýma sjálfum sér, annað er ekki réttlátt né sanngjarnt.
Guð skapaði manninn í sinni mynd. Hugsandi, skapandi verur með frjálsan vilja. Guð skapaði ekki klikkunina sem er í heiminum í dag, við gerðum það sjálf. Því er frekar ódýrt að segja að Hann beri ábyrgð á því. Við höfum val á milli þess að gera rétt eða rangt. Guð vill að við gerum rétt, því annað er rangt; segir sig sjálft.
Ég er nýr í trúnni, er ekki búinn að þroska mig nægilega vel andlega til að svara fullum hálsi öllum þeim sem segja hann ekki til. Oft er ég beðinn um að sanna tilvist Hans, það get ég ómögulega. Alveg eins og ég get ekki beðið aðra um að afsanna hann.
Er það ekki þannig í heimi vísinda að ef “kenning” er sett fram þá er hún góð og gild þanngað til hún er afsönnuð. Vegir Guðs eru órannsakanlegir; ekki hægt að sanna né afsanna.
Vill taka það fram að ég hef verið á hinum endanum í umræðunni, pældi mikið í þessu fram og til baka, neitaði Guði í sí og erg, sagði Hann uppspuna og lygi, rangann og kom með allskonar rugl rök til að styðja mál mitt.
Undanfarið hef ég lesið aðeins í Biblíunni og mæli með því að þeir sem séu í trúarpælingum kíkji aðeins í þá bók. Það er betra að skoða báðar hliðar málsins áður en maður tekur afstöðu með eða á móti.
Það er oft þannig að fólk kennir Guði um hluti sem þeir skilja ekki að fara úrskeiðis, segja Guð rangann og ósanngjarnann, þegar þeir sjálfir gera rangt.
Læt þetta gott heita í bili, annars er ég alltaf til í að ræða þetta mál fram og til baka. Tek að vísu ekki þátt í einhverju skítkasti, vonandi verður það virt við mig.
friður
potent