miðja alheimsins?
Ég var á tali við vinkonu mína fyrir svotlu síðan og komumst við að því að það væri til miðja alheimsins, nema það að við fyndum hana aldrei. Það væri vegna þess að við getum ekki greint á milli nálægðar eða fjarlægðar við miðjuna því algeimurinn er endalaus vegna þess að það er eins og net. Þannig net að við tvinnum það sjálf, ef við förum of langt þ.e. ef einhver eða eitthvað hefur ekki farið þar áður. Við erum jú öll gerð úr atómum sem tengjast atómum upp að ákveðnu marki. Það þarf alltaf að vera eitthvað sem tengir okkur við eitthvað sem svo að lokum tengir okkur við endann, en við komumst aldrei að endanum… er ég að gera mig skiljanlega? ok, ýmindið ykkur net gert úr hlekkjum. Ein manneskja er alltaf fjórum hlekkjum frá öllu í kringum sig (sbr. ára eða eitthvað þvíumlíkt). Þess vegna er til miðja og endi, nema það að við finnum þetta ekki. Við gærum rekist á miðjuna, en aldrei gert okkur grein fyrir því og því meira sem við leitum að enda algeimsins búum við hann til! Bara hugdetta…