Er mannæta ekki í flestra skilningi manneskja sem étur fólk? Það felst í orðinu mann-æta. Maður sem étur mann, hvort sem það er vitandi eða óafvitandi, er mannæta. Maður sem étur fólk óafvitandi er alveg jafnmikil mannæta og “maður sem veiðir fólk og steikir það á teini og borðar.” En hann er ekki alveg jafnmikill morðingi, í því felst munurinn. Viti maðurinn hinsvegar af því að hann er að borða mannakjöt, og gerir það án þess að vera neyddur til þess, þá er hann í raun samsekur um morð.
Maður sem viljandi skilur eftir dauðagildru, til þess að einhver falli í hana, er morðingi, hvort sem hann eyðileggur bremsurnar í einhverjum bíl eða skilur eftir stein á ákveðnum stað á ákveðnu fjalli í þeim tilgangi að valda dauða. Ef hinsvegar einhver setur stein “að gamni sínu á ákveðinn stað á einhverju fjalli” og einhver hrasar um steinin og deyr þá er sá sem setti steininn þarna ekki morðingi, heldur manndrápari af gáleysi, þ.e.a.s. ef tilgangurinn var ekki að drepa, heldur eitthvað ómerkilegt prakkarastrik með óljósum tilgangi.