Ég er aðallega að kvarta undan því að fólk sé að nota þetta svotil að ástæðulausu. Að það sem fólk er að segja í stórum hluta tilfella þegar það segir þetta, sé á engan hátt tæknilegt eða tæknilega séð í rauninni.
Annars hef ég nú heyrt marga aðra segja að það sé ekkert vafamál að margfaldur ljóshraði sé einfaldlega óraunhæfur, ekkert vafamál með það heldur. (í þeim skilningi að engar upplýsingar geti farið hraðar en ljósið. Vissulega er hægt að ímynda sér hraða sem er meiri en hraði ljóssins, og jafnvel hægt að fá hann fram á einhvern eða annan hátt)
Já, ég þakka þér fyrir ágæt svör :-)
Það eru bara svona stöku undarleg orð og ‘y’ í staðinn fyrir ‘i’ sem mér finnst hafa frekar leiðinleg áhrif á það hvernig maður tekur því sem stendur í textanum.
Sem dæmi:
Hugfræði og raunveruleika gerfing haldast hönd í hönd þagar kenningar á borð við afstæðiskenninguna settar eru saman.