Það fer algjörlega hvernig maður horfir á það.
Ef þú ætlar að reyna að tjá þig á líffræðilegum grundvelli þá er það jafnvel frekar shaky.
Það er þessi “venjulega” eða “heppilega” skilgreining á einkennum lívera þessir helstu hlutir sem þú kannast við: Vaxa, röð og reglu á sjálfum sér(t.d. svitna til að halda hitastigi réttum), fjölga sér, borða(Eða taka að sér ólífræn efni til að búa til orku fyrir sjálfan sig), fjölga sér og þú þekkir þetta. Það er auðvita nauðsynlegt að finna einhverja heppilega skilgreiningu yfir þessum hlutum í heimi líffræðinnar, þú getur ekki reynt að tala við einhvern um eitthvað þar sem báðir hafa gjörólíka skilgreiningu á fyrirbrigðinu - sérstaklega í vísindum - ,þessi lífveru skilgreining er samt alltaf að breytast og mun halda því áfram.
Skilgreining lífs annarsvegar er vissulega mjög umdeilt, sérstaklega á heimspekilegum grunvelli.
Þú talar svo um að þú viljir frekar horfa á þetta frá víðari skilningi en þeim sem vísindin gefa og að hún sem gefin er upp sé þræl gölluð.
Ég veit ekki, en ef þú horfir á þetta frá “vísindalegum” skilningi þá er þetta bara ágætis skilgreining(að mínu mati). Vísindi er ekki einhver trúarhópur sem reynir að fá fólk til þess að trúa á sig með einhverjum “hip” trikkum. Vísindi eru notuð til þess skilja heiminn á hlutlausann hátt, það er ekki tekinn einhver afstaða og reynt að finna sannanir til að styðja hana.
Orðið “Líf” er aðeins notað til þess að vísindamenn geta haft samskipti, þeir hafa ákveðið að nota svona svipaða skilgreiningu á því. Þeir eru ekki að eltast við einhverjar heimspekilegar pælingar, þeir reyna að eltast við “sannleikann” og “facts” á hlutlausann máta, þósvo að einhverjum finnist það vera heimskulegt eða ekki.
Ég sjálfur er enginn efnishyggju maður eða hlynntur vísindalegra skýringa á öllu, en ég hef mikinn áhuga á vísindum. Sömuleiðis með trúarbrögð, ég hef mikinn áhuga á þeim en er alls ekki trúaður.
Ashy…